Endurskoðum afstöðu okkar gagnvart Icesafe

Sífellt koma fram nýjar upplýsingar um þessi dæmalausu Icesafe mál. Í Spegilinum eftir kvöldfréttir útvarpsins kemur fram að bresk yfirvöld sýndu af sér óvenjulega léttúð gagnvart umsvifum íslensku bankanna í Bretlandi. Þeim BAR að sýna betri aðgæslu um þessi mál.

Í skaðabótarétti eru þau viðhorf ríkjandi að þegar sá sem telur sig verða fyrir tjóni, verði að gera ALLT sem í hans stendur að draga sem mest úr tjóninu. Hvað gera bresk yfirvöld? Þau gera þvewrt á móti að magna sem mest tjónið og þá fyrst og fremst með þeirri ákvörðun sinni að beita Íslendinga hermdarverkalögunum bresku. Engin skilyrði voru fyrir hendi að bresk yfirvöld beittu hermdarverkalögunum gagnvart herlausri þjóð sem aldrei hefur farið með ófrið gagnvart neinni annarri þjóð! Þessi fjárhagslegu mál eru fyrst og fremsty vegna vanrækslu breskra og þáverandi íslenskra yfirvalda.

Í dag eru birtar í Morgunblaðinu mjög góðar greinar á sömu síðu: Er önnur eftir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara, hin eftir Ögmund Jónasson ráðherra. Báðar þessar greinar ættu að vera skyldulesning allra þeirra sem mál Icesafe lætur sig varða. Jón leggur áherslu á að þetta mál eigi fyrst og fremst heima í dómsölum og að bresk yfirvöld verði að reka þau mál fyrir íslenskum dómstólum. Ögmundur bendir réttiloega á, að Bretland og Holland eru gamlar nýlenduþjóðir sem haga sér eins og fyrrum nýlkenduherrar gagnvart smáþjóð. Hafi báðir þessir greinarhöfundar bestu þakkir fyrir.

Við eigum að taka Icesafemálið til alvarlegrar endurskoðunar! Látum ekki Breta og Hollendinga kúga okkur að ósekju! Icesafe málið er ábyrgð fyrrum stjórnenda Landsbankans og annarra banka en ekki þjóðarinnar!

Mosi


mbl.is Icesave kostar minnst 300 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband