21.6.2009 | 21:08
Að biðja guð almáttugan að bjarga sér
í skáldsögunni MAÐUR OG KONA eftir Jón Thoroddsen segir frá skúrkinum séra Sigvalda. Undir lok sögunnar eru klækir hans afhjúpaðir og hann verður mjög hugsi yfir því að standa frammi fyrir þeim gjörðum sem hann ber öðrum fremur ábyrgð á. Þegar fokið er í öll skjól verður honum að orði: Ætli sé ekki kominn tími að biðja guð að hjálpa sér!
Gunnar Birgisson hefur ætíð verið mjög umdeildur maður. Þegar hann sat á þingi var eitt einasta mál sem hann bar sérstakt dálæti á: að innleiða aftur hnefaleika á Íslandi! Þrátt fyrir margar aðvaranir um alvarleika þessa máls, kom Gunnar með látum þessu uppáhaldsmáli sínu gegnum þingið.
Þessi maður hefur oft verið til vandræða í samfélaginu og svo er að sjá að ekki sjái fyrir endann á því fyrr en hann verði útilokaður frá áhrifastöðu í íslensku samfélagi. Ferill hans hefur alltaf verið mjög umdeildur og sjálfsagt tekur langan tíma að rekja alla vitleysuna sem Gunnari hefur tekist að flækja skattborgara í.
Við skulum minnast þess þegar fyrirtæki á hans vegum óð á skítugum skónum um Heiðmörkina til að koma fyrir umdeildri vatnslögn hér um árið.
Það verður ekki eftir sjá að þessum umdeilda manni umvöfnum spillingu á ýmsar lundir.
Mosi
Framsókn leggst undir feld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.6.2009 kl. 19:09 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er skemmtileg saga bak við þessa setningu í leikritinu kunna. Frá hendi höfundar leikritsins (sem var reyndar Emil Thoroddsen, sem gerði leikgerð eftir sögunni), var þessi setning ekki í handritinu. Þegar hinsvegar var verið að setja leikritið upp hjá LR, kom þessi setning spontant frá leikaranum og þótti svo snjallt, að það var snarlega fellt inn í textann.
Sögunörd (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 07:01
Skemmtileg saga sem vert er að leggja á minnið. Þekkir Sögunördinn fleiri sögur af áþekku tilefni?
Guðjón Sigþór Jensson, 22.6.2009 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.