Sýndarlýðræðið

Stjórnvöld í Íran töldu sig geta komist upp með að halda völdum þrátt fyrir að ýmislegt benti til að aðrir hefðu notið meira fylgis. Þessar kosningar voru eins og hver önnur sýndarmennska enda fer engum fregnum af að alþjóðlegt eftirlit hafi verið með þeim.

Athygli vekur að tölur bárust seint og illa. Á Íslandi var það átalið einhverju sinni þar sem atkvæðakassar voru geymdir yfir nótt og kannski verið farið í kjörkassa til að breyta nokkrum þúsunda atkvæða, stjórnvöldum í hag. Eftirlit með kosningum þarf alltaf að vera gott og eins að framkvæmd kosninga sé eftir góðum venjum eins og tíðkast hjá siðuðum þjóðum.

Mosi


mbl.is Fjölmenn mótmæli í Teheran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi frekar kalla þessa hugmynd þína um lýðræði í Íran gervilýðræði frekar en sýndarlýðræði. Þar sem lýðræðið þar er ekki til staðar í raun og veru, hvorki í raun né til sýnis. Á vesturlöndum hefur skapast menning í kring um sýndarlýðræði þar sem við fáum að kjósa einstaka aðilla sem eru tálsýn af valdhöfum og hafa það hlutverk að gefa réttu ímynd fyrir hin frjálsu vesturlönd. Í Íran er hins vegar ekki einu sinni sýndarlýðræðinu leift fram að ganga þannig að Íranar fá ekki einusinni að velja sér þessa tálsýn því óháð kosningasvindli eru frambjóðendur háðir samþyggi klerkastéttarinnar. Í Íran er lýðræðið meira svona til að geta verið með í leik vesturlandana til upphefja lýðræði sem frelsi. Meira svona eins og plat sem er ætlað að virka á sama hátt og vestrænt sýndarlýðræði.

En í raun skiptir það ekki máli hvort það heitir sýndar- eða gervilýðræði því hvorugt er raunverulegt lýðræði

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband