Í áttina

Vextir hafa verið að plaga Íslendinga svo um munar. Þó svo mörgum þyki þróunin vera hæg þá er þetta í rétta átt. Vonandi verður unnt að taka stærra skref næst og að ekki þurfi að bíða lengur en um nokkrar vikur. Spurning er með Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, er hann ekki með puttana í þessu?

Gott er að skulda sem minnst og enn betra að skulda ekkert. Því miður reistu margir sér hurðarás um öxl á veltutímunum, rétt eins og Bjartur í Sumarhúsum. Þessir tímar eru bitrir fyrir alla og mjög miður að stjórnvöld gátu ekki komið í veg fyrir þessi ósköp. Ekki mátti hlusta á varnaðarorð þeirra sem voru vantrúaðir á byggingu Kárahnjúkavirkjunar og einkavæðingu bankanna.

Mosi


mbl.is Stýrivextir lækka í 13%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Eru ekki 3 mánuðir síðan vonda karlinum var bolað útúr Svörtuloftum? Hann var alltjent reiðubúinn til þess að lækka vexti um 3% fyrir þremur mánuðum. Vonandi falla ekki stuðningsmenn (dindlar) þessarar ríkisstjórnar í þá gryfju að lofa aðgerðaleysi yfirvalda um of - það er reyndar tekið eftir því þessa dagana.

Ólafur Als, 7.5.2009 kl. 10:29

2 identicon

Ég rataði inn á gamla færslu frá þér Guðjón. Í ljósi þess sem þú þá skrifaðir hljóma orð þín hér heldur hjákátlega um "að sumir hafi reist sér hurðarás um öxl", "Bjart í sumarhúsum", "Gott er að skulda sem minnst og enn betra að skulda ekkert", "miður að stjórnvöld gátu ekki komið í veg fyrir þessi ósköp" og síðast en ekki síst "Ekki mátti hlusta á varnaðarorð".

Þín gamla færsla endaði nefnilega á þessum orðum:

"Varnaðarorð Dana mætti snúa við: Við Íslendingar eigum aðeins eftir að kaupa Den danske Bank, Kastrup, Carlsberg og Tuborg að ógleymdri Amalie borg. Þá höfum við hefnt einokunarinnar alræmdu og danska konungsfjölskyldan orðin leiguliðar íslenskra fjárfesta. - Og hana nú!"

Sorrý, stóðst ekki mátið ;-D

Thor Svensson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 19:31

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka málefnalegar athugasemdir hjá báðum ykkur.

Fram hefur komið að Davíð mun hafa viljað lækka stýrivexti en þar var Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að mæta og hann veitir lán með þeim skilyrðum sem hann telur vera eðlileg. Hinu er ekki að neita að Davíð er sá stjórnmálamaður íslenskur sem mesta ábyrgð ber á glórulausu fjármálabraski í anda Frjálshyggjunnar. Umdeildar ákvarðanir í byggingu Kárahnjúikavirkjunar framkallaði kjöraðstæður fyrir braskhugsunarhátt sem aldrei gat endað nema með skelfingu.

Thor:

Auðvitað kannast eg við þessar færslur mínar. Sjálfur var eg á sínum tíma allt of upptekinn af bjartsýninni sem ríkti í landinu. Því miður hafði eg þá ekki á réttu að standa. En þjóðin var meira og minna öll uppveðruð af óraunsærri bjartsýni og nú sitjum við uppi með vandann eftir að bönkunum var breytt í ræningabæli.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.5.2009 kl. 14:08

4 identicon

Þú býrð greinilega yfir eiginleika sem er hverfandi í okkar nútíma samfélagi. Ekki allir viðurkenna svo blátt áfram og krystalltært að hafa haft rangt fyrir sér. Þú ert maður meiri. Hattinn ofan !

En talandi um dani og "hinar alræmdu einokunar". Nú veit ég ekki hvar þitt áhugasvið liggur innan sagnfræðinar. Ég veit heldur ekki hvort þetta sé rétti vettvangurinn. En mér leikur forvitni á að heyra viðhorf þitt á þessu tímabili í sögu landsins. Tímabili sem við lítum á sem mesta niðurlægingaskeið landsins og situr ískyggilega fast í okkur ennþá dag í dag. Útgagnspunkturinn er að sjálfsögðu pælingar í samfélagslegum áhrifum þessa með beinnri eða óbeinnri skírskotun til hversvegna heilt þjóðfélag anaði blint og með daufum eyrum að slíkum feigðarósi sem við nú megum sanna. Tengingin er kannski ekki augljós, en er til staðar að mínu mati. Forsendur okkar fyrir að líta niður á "kúgaða" islendinga þessa tíma eru hinsvegar að mínu mati hæpnar ef ekki alrangar, byggðar á tilhæfulitlum en sjálfsagt nauðsinlegum áróðri í sjálfstæðisbaráttu íslendinga fyrr á tímum. Hreint út tel ég við þurfum að endurskoða íslandsögu þessa tíma rækilega. Þegar allt kemur til alls gætum við kannsi verið stolt af þessu tímabili í sögu okkar sem aftur gæti hugsanlega gjörbreytt þjóðarvitund okkar.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 20:00

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka komplímentin Thor

Til að sval eitthvað forvitni þinni þá tel eg mig hafa töluverða þekkingu í sögu okkar. Byrjaði að sækja tíma hjá Birni Þorsteinssyni haustið 1973. Björn var afburða kennari að kveikja áhuga nemenda sinna fyrir ýmsum þáttum sögunnar. Hvatti hann óspart þá til að kanna forvitnilega staði sögunnar sem ekki höfðu áður verið kannaðir meðsagnfræði í huga og bauð nemendum sínum aðstoð sína. Hann var kannski ekki góður kennari þegar eitthvað óvenjulegt kom upp á í kennslunni,enda var hann fremur fræðimaður og miðlari þekkingar en ekki þeim hæfileikum gæddur að hafa góða stjórn á erfiðum aðstæðum. Þar var einnig nemi sem síðar varð mjög umdeildur fyrir frjálslegar skoðanir á sviði stjórnmála og efnahagsstjórnunar. Þessi nemandi gerði sér sérstakt far um að draga sem mesta athygli frá miðaldasögunni sem Björn var sérfræðingur í og að 20. öldinni. Endaði þetta með því að eg venti kvæði mínu í kross og hélt áfram námi við Lagadeild en lauk þar miður ekki námi.

Hef alltaf haft áhuga fyrir sögu og engin tímabil undanskilin. Þó verð eg að taka undir með Birni Th. Björnssyni sem eitt sinn var spurður um eitthvað sem skeð hafði þá nýlega: Eg skil lítið í nútímanum. - Oft er það svo að hið klassíska ryk verður aðfestastáður en unnt er að meta aftur það sem gott var eða afleitt. Sagan getur verið harður dómari en eigum við ekki að kappkosta aðsýna sem mest sanngirni án þess að slá af neinum kröfum?

Varðandi tengsl okkar við Danmörku þá var mikil sögufölsun í gangi fyrir um öld eða svo. Allir sagnfræðingar þekkja Íslandssögu Jónasar frá Hriflu sem var langt því frá að vera hlutlaus. Sú söguskoðun byggðist á pólitík en ekki sagnfræði.

Vona að þetta geti svarað einhverju.

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 15.5.2009 kl. 10:39

6 identicon

Jú ekki er laust við að forvitni minni sé að nokkru leyti svalað. Þökk fyrir það.

Sjálfsagt hefði meðskólaneminn sem þú minntist á verið hollara að fylgjast betur með í tímunum. Nú hefur sagan dregið hann uppi og hann veit líklega ekki af því sjálfur. Að reyna túlka söguna á meðan hún er að gerast er vitaskuld vafasamt. En verra er að reyna skrifa söguna áður en hún gerist, án þess að hafa minnstu hugmynd um gengna sögu. Það er happadrætti sem flestir taba á.

Eftir að hafa lesið töluvert um samfélög norður-Evrópu ca. 1500-1900 hef ég sannfærst um að íslendingar hafi hreint ekki liðið verri eymd og kúgun. Vissulega hefur hnignun á búskabargæðum vegna kólnandi veðurfars og jarðumbrota haft ömurleg áhrif hér á landi. En í norðu-Evrópu hefur sífelldur ófriður og valdkúgun af stærðargráðu sem íslendingar aldrei hafa kynnst, ekki verið minni áhrifavaldur.

Einokun er skammaryrði í dag, en þannig gerðust kaupin á eyrinni í þá daga og ekki bara á Íslandi. Að draga Dani til ábyrgðar með nútímaskilningi okkar á einokun er sem að sem að draga Dani til ábyrgðar á veraldarsögunni. Það skýrir afhverju jafnvel sögukunnir Danir verða sem eitt spurningarmerki í framan þegar við íslendingar tölum um kúgun þeirra á okkur fyrri á tímum. Danir höfðu víða nýlendur. En Ísland var aldrei nýlenda í þeirra augum. Ísland var meira sem hluti af Danmörku. Ósk um sjálfstæði gátu Danir þó vel skilið. En þeim sveið sárt að Íslendingar völdu að segja skilið við konungsdæmið þegar það lá niðri hertekið og niðurlægt.

Ég velti því fyrir mér hvort óþolandi þjóðaremba og útlendinga(dana)hatur okkar íslendinga sé að mörgu leyti helsta ástæðan fyrir að við horfðum viljandi eða óviljandi í hina áttina, studdum eða hreinlega ýttum undir óprúttna aðila til ódáða í nafni þjóðarinnar. Ódáða sem fékk það einkennilega þjóðarembunafn "Útrás" og virtist fyrst og fremst beinast að.. Englandi og Danmörku. Hvorutveggja landa sem við meinum að eiga ýmislegt sökótt við. Kaldhæðnislega snérist "útrásin" upp í andstæðu sína og komið verst niður á okkur sjálfum.

Þó við ætlum annað, hlakka aðrar þjóðir ekki yfir sjálfskapaðri niðurlægingu okkar. Til þess þekkja þær söguna of vel. Tímabil niðurlægingar er saga hverrar þjóðar. En að lifa í skugga löngu gengnar niðurlægingar hefur ekkert gott í för með sér. Þar vantar upp á þroska okkar sem samfélags. Þar stöndum við öðrum vestrænum þjóðum langt að baki. Nákvæmlega þessvegna tel ég það nauðsinlegt að við gerum upp við fortíðinna. Ég er hræddur um við náum aldrei nauðsinlegum þjóðaþroska fyrr en það verður gert.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 13:19

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Smáviðbót:

Varðandi hatrið á Dönum sem óð uppi áður þá er um það að segja að yfirstéttin í Danmörku fór mun ver með danska bændur og almúgamenn en þá íslensku. Kúgunin stóð lengur yfir og var mun meiri. Hins vegar eru dæmin sem Árni Magnússon og Páll Vídalín dokumentéruðu í byrjun 18.aldar mjög lýsandi um ástandið.

Það má því taka undir það sem þú segir Thor

Guðjón Sigþór Jensson, 19.5.2009 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband