Oft er þörf en nú er nauðsyn

Stjórnmálaflokkarnir hafa heldur en ekki verið í smásjðánni síðustu vikurnar og mánuðina. Fjármál þeirra hefur enn ekki verið skrautleg að ekki sé meira sagt. Fyrir nokkrum árum montuðu forystumenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að hér á landi tíðkaðist engin spilling e svo virðist sem annað hefur komið á daginn þó ekki sé fariðnema örfáar vikur aftur til ársins 2006.

Ítalska fyrirtækið Impregiló hefur fengið á sig sérstakan spillingarstimpil. Þegar það var að sinna verkefnum í Lesotho, Suður Afríku, þá vakti spillingin þar mikla athygli. Spurning hvort eitthvað áþekkt eigi eftir að koma í ljós hér á landi enda er sitt hvað sem er vægast sagt mjög einkennilegt:

Starfsemi starfmannaleigna var með öllu óþekkt hér á landi. Greinilegt var að þáverandi stjórnvöld voru gjörsamlega úti á þekju hvað skattamál erlendra launþega viðkom. Íslenska ríkiði gjörtapaði máli fyrir íslenskum dómstólum vegna deilu um skattgreiðslur starfsmanna sem sannanlega voru á vegum Impregíló hér.

Erlend stórfyrirtæki eru þekkt fyrir að beita öllum tiltækum ráðum til að kaupa stjórnmálamenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkana. Var eitthvað áþekkt uppi þegar Alkóa og Imprégíló voru með starfsemi hér? Voru íslenskir stjórnmálamenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkarnir falir?

Oft er þörf en nú er mikil nauðsyn að rannsaka skattamál einstakra stjórnmálamanna og jafnvel heilu stjórnmálaflokkanna!

Víða kann að vera maðkar í mysunni enda hafa stjórnmálamenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins verið á undanförnum áratugum sérstaklega iðnir við ýmsa iðju sem er á ystu mörkum pólitískrar spillingar. Nægir þar t.d. að nefna hermangið og sitthvað sem tengist stórfyrirtækjum. Að svo stöddu er rétt að taka fyrir síðasta áratug enda eru möguleg lagabrot sem fyrr eru framin, fyrnd.

Mosi

 

 


mbl.is Taka undir að Ríkisendurskoðun skoði fjármál flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband