Enn eitt hneykslið!

Verður er verkamaðurinn launa sinna - segir í Biflíunni. En hvað með ótrúan þjón sem gerir ekkert til að hindra að hagur húsbónda hans verði illa sinnt?

Fyrir hvað fær þessi náungi svimandi fjárhæðir?

Þessar himinháu fjárhæðir, 14.3 milljónir norskra króna í starfslokaþóknun nær ekki nokkurri átt. Líklega hefur verið samið viðmanninn þegar allt virtist vera í góðu lagi. Ljóst er að þeir sem stjórnuðu íslensku bönkunum voru allt of bjartsýnir á velgengnina og gerðu sér ekki neina grein fyrir að greiða þyrfti skuldir til baka. Bankaeigendurnir voru þvílík börn að þeir virtust hafa meiri áhuga fyrir fótboltasparki erlendis en raunverulegum rekstri viðskiptabanka.

Af hverju maðurinn var ekki látinn einfaldlega fara fyrst hann gat ekki sinnt þessu starfi betur? Rekstur Glitnis í Noregi gekk ekki betur en svo að reitur bankans í Noregi og í Svíþjóð voru yfirteknar af þarlendum bönkum og var það einungis lítið brot af því sem kostað var til sem skilaði sér aftur.

Ef bankarnir hefðu verið látnir sæta gjaldþrotameðferð hefði þrotabúið haft alla möguleika á að rifta svona umdeildum samningum.

Enn eitt hneykslið!

Hvenær líkur þessari vitleysu?

Mosi


mbl.is 270 milljónir í starfslokagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband