14.4.2009 | 15:01
Er formaður Sjálfstæðisflokksins veruleikafirrtur?
Ætla mætti að formaður Sjálfstæðisflokksins sé gjörsamlega veruleikafirrtur.
Ástæðan fyrir því að gengið fellur er vegna þess hve háar fjárhæðir í eigu erlendra aðila féllu í gjalddaga núna þessar vikurnar. Það eru því engin tengsl milli núverandi stjórnvalda og lækkandi gengis krónunnar.
Við Íslendingar stöndum uppi með handónýtan gjaldmiðil og handónýta hagstjórn síðustu ára. Þær ógöngur eru fyrst og fremst runnar undan köldum rifjum Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið musteri spillingar í landinu. Bönkunum var breytt í ræningjabæli með tilheyrandi afleiðingum.
Formaður sjálfstæðisflokksins virðist ætla að falla í sama pyttinn og Sveinn afi hans í mjög harkalegum deilum norður á Siglufirði. Afi hans var forstjóri Síldarverksmiðjanna og þótti óvenjuharður í horn að taka. Lenti hann í mjög erfiðum og afdrifaríkum deilum við verkalýðsforystuna á Siglufirði.
Árið er 1932, erfiðasta ár kreppuáranna á Íslandi. Með hverjum deginum sem leið á þessu ári krafsaði kreppan stöðugt kröftugum krumlunum um kverkar landsmanna. Sveinn Benediktsson forstjóri og Guðmundur Skarphéðinsson formaður Verkamannafélagsins á Siglufirði deila mjög hart sín á milli. Í júní þetta ár ritar Sveinn mjög óbilgjarna grein gegn Guðmundi og dregur ekkert undan. Í viðtali við Alþýðublaðið ber Guðmundur af sér það sem Sveinn ber á hann. Urðu deilurnar harðari og dýpra var tekið í árina og ekkert gefið eftir. Einkum finnst okkur sem nú lifum hve persónulegar deilan var og einstaklega rætin. Var t.d. borið á Guðmund óheilindi, skattsvik og rógburður en ekki er að sjá annað en þarna hefur Sveinn hlaupið heldur en ekki á sig.
Þessari lauk á þann hátt að Guðmundur hverfur undir lok júní. Leituðu tugir hans næstu daga án árangurs, milli fjalls og fjöru og um allan fjörð. Slætt var meðfram bryggju en ekki fannst Guðmundur né lík hans fyrr en kafarar frá Akureyri fundu lík hans í höfninni um miðjan ágúst.
Þegar hafði Sveinn yfirgefið Siglufjörð enda var honum vart vært þar stundinni lengur.
Aldrei fékkst skýring á hvarfi Guðmundar og gengu ýmsar sögur af láti hans sem ekki verða rifjaður upp í öðrum sóknum.
Um þessi mál má lesa í ýmsum ritum: Ár og dagar: upptök og þróun alþýðusamtaka á Íslandi 1875-1934, sem Gunnar M. Magnús tók saman; Öldin okkar í ritstjórn Gils Guðmundssonar; Vor í verum eftir Jón Rafnsson og fjöldi annarra rita, blaða og tímarita.
Þegar gríðarlegir erfiðleikar koma upp í samfélaginu eiga allir auðvitað að leggja sitt af mörkum að leggja hönd á plóginn við að leysa þá erfiðleika. Formaður Sjálfstæðisflokksins á ekki gegn betri vitund að kenna öðrum um þær raunir sem við er nú að etja. Sjálfstæðisflokkurinn gerði sára lítið ef nokkurn skapaðan hlut að forða okkur Íslendingum frá þeim hörmungum sem nú einkenna samfélagið.
Hlutverk formanns Sjálfstæðisflokksins á ekki að vera að ausa olíu á eldinn og magna deilurnar og erfiðleikana. Ef nokkur dugur væri í honum, ætti hann fremur að upplýsa betur hvað hann sjálfur vissi eða vita mátti um það sem nú skiptir mái: Hvernig gat þetta farið svona hörmulega?
Mosi
Krónan veikst með nýrri stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:38 | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stórfenglega vel að orði komist. Ég fagna þessu innleggi ákaflega.
B Ewing, 14.4.2009 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.