Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri

Geir Haarde og Davíð Oddsson reyndust ekki nógu vel sem forystumenn þjóðarinnar. Þeir voru ekki sérlega sannfærandi í  byrjun síðasta árs þegar grafalvarlegar upplýsingar um stöðu bankanna kom fram. Örfáum dögum síðar koma þeir fram í fjölmiðlum og telja stöðu bankanna aldrei hafa verið sterkari.

Þaðer kannski betra er seint en aldrei að viðurkenna afglöp sín. Geir hefur gert það að nokkru en hefur ekki axlað neina ábyrgð með því að viðurkenna að hann hafi verið flæktur í falli bankanna. Davíð hefur sjálfur ekki viðurkennd nein mistök. Hvorugur hefur sýnt minnstu iðrun.

Að segja eitt í dag á lokuðum fundi og þjóðinni annað á morgun: Það eru forn sannindi að gott sé að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri!

Þjóðin á erfitt með og getur því ekki fyrirgefið þessi hrikalegu mistök sem Sjálfstæðisflokkurinn ber öðrum flokkum fremur ábyrgð á.

Mosi


mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér kemur þörf upprifjun af síðu Láru Hönnu frá í haust um gríðarlega spennandi tíma Sjálfstæðismanna, sem þeir eru væntanlega að upplifa núna.

Ég vil hundahreinsun fyrir kosningar á Alþingi.

Kolla (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 14:22

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bestu þakkir Kolla.

Hundahreinsun er góð svo langt sem hún nær. Ætli veiti nokkuð af allsherjarhreingerningu á Sjálfstæðisflokknum og stjórnendum hans svo hann þurfi ekki að sýna þjóðinni grútskítugan gunnfána sinn af siðleysi og gjörspilltri einkavæðingu.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.3.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband