Við dáumst að lögreglunni

Stutt er stórra högga ámilli hjá vörðum laganna. Þeir eiga mikið lof skilið að uppræta hverja kannabisræktunina á fætur annarri. Ótrúleg bíræfni er hjá þessum afbrotamönnum að koma sér upp þessum flókna útbúnaði til að fela starfsemina eins og kom fram í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkveldi.

Glæpi hafa aldrei borgað sig. Þó svo að þeir komist ekki alltaf upp þá hlýtur samviskan að naga alla heilbrigða og heiðarlega menn, viti þeir upp á sig skömmina. Ræktun eiturefna getur valdið gríðarlegu böli og óhamingju margra þeirra sem ánetjast þessi varhugaverðu efni.

Við getum verið stolt af lögreglumönnum okkar. Óskandi er að lögreglan nái að uppræta með öllu þessa ógnvænlegu starfsemi og að hörð viðurlög verði til þess að þeir sem máliðvarðar taki út tilhlýðilega refsingu.

Mættu aðrir skúrkar taka til alvarlegrar umhugsunar að glæpir borga sig aldrei. Hrammur laganna reynist oft lengri og sterkari en oft er talið. Almenningur vill einnig verða lögreglumönnum innan handar með nytsamar ábendingar.

Mosi


mbl.is Enn ein ræktunin upprætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þeir mættu nú líka fara að handsama hina bófana í Armani jakkafötunum. En annars gott mál

Finnur Bárðarson, 26.3.2009 kl. 16:57

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tek heilshugar undir þetta og er mjög ánægður með störf lögreglunnar.

Hilmar Gunnlaugsson, 26.3.2009 kl. 16:59

3 identicon

Rosalega finnst mér fólk vera fáránlega blint á þetta.  Jú þeir handsama fleiri og fleiri kannabisræktendur með tímanum.. En hversu mikið af harðari fíkniefnum er búið að ná á árinu? Ég trúi ekki að neinn maður með almenna skynsemi finnist þetta vera jákvæð þróun, nema þá að hann haldi að hörðu fíkniefnin séu farin úr landi einfaldlega.

Ég segi að við ættum að einbeita okkur að harðari fíkniefnum og sérstaklega á forvörnum á harðari fíkniefnum hjá unglingum, t.d. áfengi.  :)

Axel (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:06

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Komdu fram undir nafni Alex. Þið kannabisreykingarmenn virðist eiga erfitt með það og sóðið út bloggsíður manna í skjóli nafnleysis.

Hilmar Gunnlaugsson, 26.3.2009 kl. 17:10

5 Smámynd: Leifur Finnbogason

Ég bendi þér Hilmar á Facebook-hópinn sem styður lögleiðingu. Um 5000 manns koma þar fram undir nafni, bæði kannabisreykingamenn sem og einfaldlega stuðningsmenn lögleiðingar.

Hinsvegar er ekki skrítið að margir kjósi að tjá sig nafnlaust enda hrikalegir fordómar sem fólk má sæta fyrir það eitt að vera fylgjandi kannabis. Get heldur ekki sagt að margir séu að sóða bloggsíður manna í skjóli nafnleysis, mikið fremur að koma með vel rökstuddar skoðanir gegn fólki sem hefur ekki betri mótrök en "þú ert steiktur hasshaus" eða "þetta er ólöglegt, ergo, ég þarf ekki að kynna mér málið frekar" og hundsar algerlega öll rök gegn því að þetta eigi að vera ólöglegt.

Ég hef rekist á nokkrar athugasemdir eftir þig undanfarna daga en aldrei séð þig koma með nein rök fyrir þinni skoðun ólíkt þessum déskotans hasshausum. Þú munt einnig afskrifa það sem ég segi hér einfaldlega vegna þess að ég er ósammála þér og er þessvegna glæpahyski sem ætti að loka inni.

Bendi að lokum á að ég er einn lifandi með nafnið Leifur Finnbogason og er því að tjá mig með lögleiðingu undir nafni.

Leifur Finnbogason, 26.3.2009 kl. 17:34

6 identicon

Skipti einhverju máli að hann komi undir nafni, ég SKIL þau rök að fólk hylji andlit sín ef þau eru að mótmæla og brjóta lög. En hrein og bein umræða undir nafni eða ekki nafni skiptir engu máli.

Kær kveðja,

Ónefndur

ps. Nafnið er bara til að bögga þig.

Ónefndur (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:35

7 identicon

Ég sé ekki hvar hann segist vera kannabisreykingarmaður Hilmar.  Ég sé ekki hvar þessi sóðaskapur liggur, lýðræði í landinu hlýtur að vera á hraðri niðurleið ef að fólk má ekki tjá skoðanir sínar án þess að vera kallaðir sóðar.

Þórhallur Valur Birgisson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:37

8 identicon

Mynd af Hilmari http://drum.blog.is/blog/drum/about/

Maðurinn lítur ekkert gáfulega út.

Óþarfi, ég veit. So Sue Me.

kveðja, Ólafur Páll Sigurðsson

Ólafur (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:46

9 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það flokkast ekki sem lýðræðisleg umræða að hvetja til glæpa. Það er óskandi að lögreglan skoði þau mál þar sem notkun efnisins er lofsömuð.

Jæja Ólafur. Hvar er þín mynd?

Hilmar Gunnlaugsson, 26.3.2009 kl. 18:10

10 Smámynd: Leifur Finnbogason

Hvar er verið að hvetja til glæpa? Er einhver hérna að hvetja fólk til að rækta eða neyta kannabis heima hjá sér? Mæli með að þú lesir annars nýjasta pistilinn á blogginu mínu til að sjá hve umborið kannabis er í heiminum og hve aftarlega við Íslendingar erum í þeim efnum.

Leifur Finnbogason, 26.3.2009 kl. 19:11

11 identicon

Síðan hvenær hefur verið ólöglegt að lofa kannabisneyslu? Ég mæli með því að fólk niðurhali frekar af netinu heldur en að borga himinháar upphæðir fyrir dvd myndir. Er ég glæpamaður?

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 19:19

12 identicon

Mér finnst nú frekar lágkúrulegt og barnalegt að reyna að skíta yfir einhvern með því að setja útá útlit einhvers. Einhvað sem ég lærði af mömmu minni þegar ég var 10 ára.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 19:28

13 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Vá hilmar alltaf ertu sami komminn

Alexander Kristófer Gústafsson, 26.3.2009 kl. 23:15

14 identicon

Já ég veit, ég bara varð, ég ætla ekki að biðjast afsökunar. Mér ætla ekkert að þykjast vera neitt stærri maður en ég er. Mér fannst þetta bara fyndið.

Ólafur Páll Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband