Aðsent efni í Morgunblaðinu vikuna 9. - 15. mars

Á laugardaginn var, 14. mars voru prófkjör í mörgum helstu kjördæmum stjórnmálaflokkanna. Þar sem mér fannst aðsent efni vera óvenju fyrirferðarmikið að þessu sinni, tók eg mig til að brjótast gegnum allt þetta lesefni og flokka. Ekki var tekið efni sem birtist í Velvakanda né ágrip af bloggfærslum. Athygli vekur hve frambjóðendur á vegum Sjálfstæðisflokksins voru með margar greinar. Flestar þeirra fjalla um svipað efni með mjög áþekkum áherslum en eðlilega eru efnistökin mismunandi. Greinar annarra frambjóðenda voru mun fjölbreyttari.

Niðurstöðurnar eru þessar:

Alls birtust 126 greinar eða 18 greinar að meðaltali á degi hverjum.

Almennar greinar, ritaðar af blaðamönnum Mbl., fræðimönnum sem og öðrum sem ekki var að sjá að tengdust beint stjórnmálaflokkum: 49 að tölu eða um 40%.

B - Framsóknarflokkur: 2 eða tæp 2%

D - Sjálfstæðisflokkur: 46 eða um 37%

F - Frjálslyndi flokkurinn: 4 eða tæp 4%

L - Listi sjálfstæðra frambjóðenda: 3 eða tæp 3%

S - Samfylkingin: 16 eða rúm 12%

V - Vinstri-Græn: 6 eða tæp 5%

Athygli vekur hve margir virðast vera hófsamir en ekki er loku fyrir skotið að einhverjar greinar hafi ekki birst, einkum ef einhver áberandi galli hefur verið á þeim.

Mosi vill taka fram að hér er ekki um sérlega vísindalega könnun að ræða en sjálfsagt er að hvetja þá sem gjarnan vilja sitt af mörkum leggja, að skoða þessi mál betur. Kanna þyrfti betur, flokka og skrá málefni, lengd og e.t.v. greina þau orð sem vinsælust eru.

Í Morgunblaðinu þessa viku auglýstu flestir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins sig og sitt ágæti nokkuð rækilega. Fróðlegt væri að vita e-ð um útlagðan kostnað enda skiptir fátt jafn mikið í heimi stjórnmálanna og greiður aðgangur að auði. Það er nefnilega svo að hér er um eitt alvarlegasta feimnismálið í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðismenn hafa ekki gert opinberlega grein fyrir fjármálum sínum og vilja síður en aðrir frambjóðendur hinna flokkanna. Ekki hafa neinar spurnir farið af ársreikningi hvorki Framsóknarflokks né Sjálfstæðisflokks fyrir árið 2007 þó svo að lög um fjármál stjórnmálaflokka geri ráð fyrir því.

Vonandi verður bætt úr áður en langt um líður.

Auðurinn á ekki að vera forsenda þingmennsku og pólitískrar virkni heldur málefnalegar forsendur þar sem byggist á víðsýni og traustri menntun og reynslu.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband