Skynsamleg ákvörðun

Mikið gæfuspor var að fá þennan velmenntaða og víðsýna hagfræðing, Gylfa Magnússon, í sæti viðskiptaráðherra. Hann tekur mjög vel ígrundaða og skynsama ákvörðun við erfiðar aðstæður þar sem gæta þarf að margvíslegum hagsmunum landsmanna.

Kollsteypan sem Íslendingar lentu í haustið 2008 var lengi fyrirsjáanleg. Margir höfðu varað við henni en því miður var jafnvel blekkingum beitt til að láta í veðri vaka að allt væri í himnalagi. Meira að segja Fjármálaeftirlitið gaf út n.k. heilbrigðisvottorð um að íslensku viðskiptabankarnir væru við prýðisgóða heilsu.

Þeir sem höfðu varað við, voru jafnvel gerðir enn tortryggilegri. Ríkisstjórn Geirs Haarde vissi eða mátti vita að ekki var allt með felldu.

Ástæðan fyrir því að Bretar beittu Íslendinga hryðjuverkalögunum er að öllum líkindum vegna þess að þáverandi ríkisstjórn vildi ekki ræða þessi mál við bresk yfirvöld. Þar sem engu tauti væri komið við Geir Haarde og ríkisstjórn hans, var tenginum kastað af Breta hálfu með skelfilegum afleiðingum fyrir okkur Íslendinga. Sjálfsagt hefði verið unnt í tíma að draga verulega úr áfallinu með skynsemi og að ræða við Breta hvernig unnt væri að leysa þessi mál sameiginlega.

Við skulum athuga að þeir sem stjórnuðu íslensku viðskiptabönkunum, virðast hafa stýrt þeim eins og þeir væru ræningjabæli. Þar virðast vildarvinir bankastjóranna og bankastórnanna hafa nánast afgreitt sig sjálfir um lán og fyrir greiðslu án þess að tryggingar og veð væru næg fyrir þeim gríðarlegu fjármunum. Spurning er hvort einhverjir þessara herramanna hafi komið við sögu Scotland Yard eða annarra lögregluyfirvalda, grunaðir eða jafnvel dæmdir fyrir hvítflibbaglæpi? Þeir ógnuðu ekki aðeins breskum hagsmunum, heldur grófu freklega undan fjárhagslegum grundvelli heils lýðveldis!

Núverandi ríkisstjórn hefur ekki átt sjö dagana sæla. Þó verður að segja að á þeim 40 dögum og 40 nóttum sem liðnar eru frá myndun þessarar bráðabirgðastjórnar, þá hefur heldur en ekki verið unnið hörðum höndum við að kappkosta að leysa öll þessi erfiðu mál. Þessari ríkisstjórn er betur treystandi en ríkisstjórn Geirs Haarde sem vildi fremur stinga höfðinu í sandinn og aðhafast ekkert þegar stormurinn var í aðsigi.

Bestu óskir og þakkir til núverandi ríkisstjórnar. Með þrotlausri vinnu og þolinmæði má finna góðan grundvöll að byggja nýtt Ísland. Haldið áfram með ykkar góða starf!

Mosi


mbl.is Vonast eftir samkomulagi í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband