Landhreinsun

Öllum er frjálst að stofna félag í sérhverjum löglegum tilgangi. Þannig er megininntak ákvæðisins um félagafrelsi. Félag sem hefði á stefnuskrá sinni markmið sem hefðu ólöglega starfsemi í för með sér t.d.ofbeldi og aðra refsiverðan verknað, ber ríkisvaldinu að uppræta.

Þessi mótorhjólasamtök sem kenna sig við Hells Angels og sitt hvað fleira, hafa því miður sums staðar í heiminum látið að sér kveða. Þar sem þau starfa hafa yfirvöld annað hvort sýnt einstakt umburðarlyndi eða jafnvel ámælisvert kæruleysi.

Í Þýskalandi er mjög náið fylgst með svona starfsemi. Það er af sérstöku tilefni. Svona starfsemi yfirtók valdstjórnina í sínar hendur á sínum tíma, því miður með ómerkilegu lýðskrumi og valdníðslu. Það glæpafélag flækti Þjóðverja út í stríðsátök sem enduðu með skelfingu sem Þjóðverjar vilja koma í veg fyrir.

Danir eru því miður að horfa upp á vaxandi uppivöðslu glæpagengja í Kaupmannahöfn. Þar er ástandið vesnandi með hverju árinu sem líður. Lögreglan á fullt í fangi að koma lögum yfir þessa vandræðamenn.

Íslensk yfirvöld hafa tekið skynsamlega stefnu í þessum málum. Af þessum Hells angels er einskis góðs að vænta. Af þeim hefur farið misjafnar sögur og sjálfsagt að taka vara af þessu.

Við sitjum uppi með gríðarleg vandræði vegna efnahagshruns af völdum bankakreppunnar. Þar var ekki um neitt ofbeldi að ræða og væri það ekki á bætandi.

Mosi


mbl.is 18 Vítisenglar sendir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Heyrðu nú aðeins! Hells Angels er mótorhjólaklúbbur og hvað eru mörg % í fanfgelsi af þeirra meðlimum? Ok, einn og einn meðlimur hefur lent þar, og þú með alla þessa runu af sagnfræði prófum og ég veit ekki hvað.

Lestu bara íslensk blöð? Og horfir líklegast á íslenskt sjónvarp?

Hells Angels er einmitt búin að fá almennan stuðning frá Dönsku þjóðinni fyrir að stoppa ofbeldi í Köben. Þeir gera það sem Víkingasveitir dönsku lögreglunnar kunna ekki, þora ekki og geta ekki.

Þessar árásir á Fáfnismenn og heimsóknir til þeirra eru númer eitt brot á lögum, alþjóðleg mannréttindabrot algjör þvæla út í eitt. 'eg er engin meðlimur í neinu gengi, stjórnmálaflokki eða trúarbragðaflokki.

Enda kann ég ekki að keyra mótorhjól þó ég hafi réttindi til þess.

Þar Ísland að úthrópa sig sem klikkhausa um alla jörðina? Er ekki komið nóg?

Ég er svona þrælíslenskur asni sem myndi frekar kjósa Fáfnismenn á þing enn drulluhalana sem eru þar.

Það vantar bara BB, DO og fleyri úr Sjálstæðisflokknum, og fá þessa menn keppa um hver hefur unnið þessu landi meir tjón, Hells Angels, Fáfnismenn eða Sjálfstæðismenn?

Það er andskoti létt að sjá fyrirfram þau úrslit! Meiri þvælan þessi pistill.

"No hard feelings"

Óskar 

Óskar Arnórsson, 8.3.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Af fréttum frá Danmörku að dæma þá virðist þessir mótorhjólaklúbbar vera að taka sér lögin í hendur. Það gengur auðvitað ekki. Slíkt er með öllu bæði löglaust og siðlaust. Hells angels eru ykkur Fáfnismönnum virkilega vond fyrirmynd og ef þið ætlið að taka sama upp, þá þýðir það eðlilega stríð við samfélagið.

Um einhverja meinta „þvælu“ þá vísast slíkt réttilega til föðurhúsanna!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.3.2009 kl. 18:10

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já já, ég bý í Svíþjóð og fer stundum til Köben. Meiga löggæslumenn brjóta lög? Það er gengjastríð í Köben og lögregla ræður ekki við þetta.

Hvað með "verðbréfa-englanna"?

Ég er ekki neinn Fáfnismaður. Ég hef bara unnið í fangelsum og með fanga í 25 ár, bæði utan og innan fangelsa. Hells Angels reka mörg heiðarleg fyrirtæki t.d. í Svíþjóð.

Ef þeir kæmu í Armani jakkafötum og ekki í leðurjökkunum, fengju þeir örugglega að koma inn í landið. Ég kalla þetta siðlaust gagnvart þeim, enda geta þeir stefnt ríkinu fyrir mannréttindabrot.

Þróuninn er skelfileg í glæpamálum í öllum Norðurlöndum. Danskir læknar eru farnir að skrifa út heroín til að dempa glæpi sem fylgir þessari neyslu.

Kíktu á hvernir saksóknarar, lögreglumenn sem eru búinr að vinnu í sömu málum í 25 ár, vilja leysa þessi mál. Eiturlyfjastríðið er fyrir löngu tapað. Þess vegna þarf að nota aðrar aðferðir.

Fólk er bara svo upptekið af "hvernig þetta ætti að vera" að það vill ekki nota þær leiðir sem eru færar þegar allt er í báli og brandi.

Ég bið engan um leyfi hvaða skoðun ég hef á hvaðamáli sem er. "Ykkur Fáfnismönnum" vísa ég aftur réttilega til föðurhúsanna. Ég er ekki í neinum klúbbi.

Og er hvorki "Vítis-engill" né "Verðbréfa-engill".

www.leap.cc   

Óskar Arnórsson, 8.3.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Óskar: nú veit eg ekki um menntun þína né störf og reynslu á þessu sviði.

Þessi uppþot með tilheyrandi lögbrotum eru grafalvarleg. Enginn aðili hefur rétt á að grípa fram fyrir hendurnar á lögreglunni. Hinsvegar hefur lögreglan möguleika að kalla til óbreytta borgara til aðstoðar. Það hefur t.d. gerst á Íslandi þegar t.d. björgunarsveitir eru kallaðar út, stundum til stuðnings löggæslu.

Mér finnst tortryggilegt að klúbbar sem greinilega eru því marki brenndir að vekja óhug meðal borgara, með klæðaburði sínum og hranalegri framkomu, táttúvéringum og öðru slíku. Þessir aðilar hafa verið grunaðir um græsku sem tengist bæði sölu eiturefna og handrukkun.

Spurning hvernig þeir standa að borgaralegum skyldum, að taka þátt í þjóðfélagsins með skattgreiðlum. Hvernig er skattframtölum þeirra hagað og er þar taldar fram allar tekjur einnig vegna handrukkunar og annarra áþekkra verkefna?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.3.2009 kl. 11:01

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þeir eru útlagar MOSI og þú veist það. Þeir vilja ekki taka þátt í þessum samfélugum eins og þau eru upp byggð í dag. Í öllum norðurlöndum.

Við tölum framhjá hvor öðrum og höfum ólíkar skoðanir á hvað "samfélag" þýðir raunverulega.

Ég er psykoþerpisti, Gestaltþerapisti, unnið við einelti í fyrirtækjum og við að uppræta smá Nasistahópa í Norður Svíþjóð og margt annað. Uppræta ofbeldi í fangelsum og réttargæslustöðvum. Þetta er bara vinna. 

Átti met í nokkur ár í innskiluðum vopnum, sprengiefni og skotfærum í samstarfi við sérstakri unglingalögreglu þarna Norðurfrá í Svíþjóð.

Þessir unglingahópar fjármögnuðu vopnakaup sín með heróínsölu. Ég er orðin næstum 60 ára gamall og þreittur á að lenda í skotbardögum við stórhættulega unglingaklúbba og glæpamenn.  

Mér var borgað af lögreglu vegna upplýsinga og tenginga minna við undirheima þarna.

Hells Angels hafa bjargað mér oftar enn einu sinni, enn lögregla hljóp í burtu.

Þeir (Hells Angels) fylgja ekki alltaf lögum, það er rétt. Þau eru ekki samþykkt af þeim.

Það er það sem ég hef unnið við. Bara verktaki. Og er reyndar nokkuð góður í mínu starfi. Ætti raunverulega að vera dauður fyrir löngu síðan vegna þessa starfs.

Þessir "útlagar" skeina sér á skattframtölum. Þeim finnst það fyrir neðan virðingu sína. Þannig er þetta bara og útlögum fer fjölgandi.

Svo er ég með áhættufíkn sem ég afneitaði í mörg ár. Ég tel mig vera mann friðar og réttlætis, enn það eru skiptar skoðanir á því hvað það er.

Mér finnst innheimtufélög sem eru skráð á Hells Angels, allt í lagi. Saksóknara björguðu Hells Angels einu sinni vegna molovkókteila sem var hent á húsið hans sem dæmi.

Var góður vinur þessa saksóknara, enn hann lenti í skilnaði út af sinni vinnu. 'eg líka. Enda ekki boðlegt neinni fjölskyldu að þurfa lífverði og sofa með vopn á hverri einustu nóttu í langan tíma..árum saman..

.. ég er hálfgerður "útlagi" sjálfur þó ég tilheyri engum...vonandi skýrir þetta eitthvað út.. 

Óskar Arnórsson, 9.3.2009 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband