5.3.2009 | 11:15
Fáum sérfræðinga frá Scotland Yard til liðs við okkur!
Eftir rúman hálfan áratug þá ríkisbankarnir voru einkavæddir, þá hefur komið í ljós að sú ákvörðun reyndist vera kórvilla. Einkavæðingin var með þeim veiku forsendum sem þá voru þó ljósar. Andvirði bankanna sem nam örfáum milljörðum var greitt með flýtiarði og skammtímamarkmiðum. Stjórnvöld sýndu þessum bröskurum einstakan skilning með því að fella niður bindiskyldu sem var afnumin, eftirliti var verulega áfátt og nánast allt gert eftir pöntun til þess að efla sem mest frelsið kaupenda bankanna sem reyndust vera fjárglæfrar hinir verstu. Í Morgunblaðinu í gær er köld kveðja frá einum helsta féflettinum, erlendum braskara, sem af s´æerstökum ástæðum er ekki nafngreindur hér. Greinin er þýdd en ekki er þýðanda getið.
Af grein þessari að dæma mætti ætla að þarna væri á ferðinni einhver saklaus fermingastrákur sem komið hefði sparifé sínu fyrir í Kaupþingi. Hann kveðst hafa haft viðskipti í Kaupþingi síðan 2003, sama ár og Búnaðarbankinn var einkavæddur en hann varð stofninn að Kaupþingi sem kunnugt er. En þessi maður er ekki jafn saklaus og blautur milli eyrnanna sem þessi skrif hans bera með sér. Sitthvað má lesa milli línanna og það sem hann segir ekki er hins vegar kunnugt af öðrum heimildum. Þessi maður hverfur á braut með andvirði 280 milljarða króna í formi láns án þess að ljóst sé að neinar tryggingar fyrir endurgreiðslu hafi verið lagðar. Þessi maður erstjórnarmaður í Exista og hefur greinilega verið einn aðalpaurinn í að eta þessi fyrirtæki að innan. Afrakstrinum er komið til skattparadísa í Karabiska hafinu.
Þessi fjárhæð 280 milljarðar er tæp milljón á hvern Íslending! Hér er um að ræða ráðstöfunartekjur allrar íslensku þjóðarinnar fyrir nauðþurftum sínum í heilt ár!
Við þurfum að fá sérfræðinga Scotland Yard í hvítflibbaglæpum okkur til aðstoðar án tafar! Þeir hafa yfir að ráða mjög dýrmætri reynslu við að rannsaka og upplýsa sakamál tengdum hvítflibbum auk þess að hafa mjög góðar og traustar upplýsingalindir til að hafa upp á þessum hvítflibbamönnum sem skilja landið okkar sem sviðinni jörð.
Breski hvítflibbabraskarinn sem skrifar í Morgunblaðið í gær á sér greinilega íslenska vitorðsmenn sem vilja greiða götu þessa braskara. Hver þýðir þessa dæmalausu grein þar sem hann þakkar pent fyrir sig og gefur í skyn að við erum eins og börn í fjármálum? Það kemur hvergi fram.
Mosi
Hefði gert margt öðruvísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er hárr rétt,bara skotland Yard í þetta/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 7.3.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.