Silfurpeningarnir þrjátíu

Þór Saari hagfræðingur minnist á einn stjórnmálaflokk íslenskan sem hann telur vera viðloðandi  spillingu en án þess að nefna heiti hans.

Lengi vel hafa bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur verið tengdir spillingu. Nú á dögunum var greint frá því að Össur ráðherra Samfylkingar vilji koma í gegnum þingið samning við álguðina um nýtt álver þrátt fyrir gagnstæða yfirlýsingu stjórnarþingmanna og ráðherra. Ekki eru viðskiptahorfur fyrir álbræðslurnar sérlega bjartar sem stendur, verðfall á áli umtalsvert og birgðasöfnun því óhjákvæmileg ef ekki verði dregið úr framleiðslu að sama skapi.

Spurning hvort Össuri hafi verið rétt digur seðlabúnt til „að liðka fyrir“ álfurstum að fá hagstæð verð fyrir rafmagn og aðstöðu?

Ef til vill eru mútur algengari hérlendis en í ljós hefur komið.

Í sagnfræðiriti Agnars Klemensar Jónssonar: Stjórnarráð Íslands 1904-1964 segir frá Ráðherrabústaðnum sem hvalveiðifurstinn Hans Elefsen „seldi“ Hannesi Hafstein fyrir einungis eina krónu. Árið 1907 fékk HH andvirði hússins úr Ríkissjóði og nam söluverðið 52.400 krónum. Sjálfsagt hefur aldrei ein króna ávaxtast jafnhratt á einungis örfáum árum. Voru þetta mútur fyrir að sýna hvalveiðihagsmunum sérstakan skilning og beita ekki neinum úrræðum að hafa truflandi áhrif á þá?

Sjálfsagt má geta sér til að mútur séu mun meir stundaðar á Íslandi en fram hefur komið og viðurkennt er. Mútur eru mjög virk ráð til að fá yfirvöld með sér en að sama skapi eru upplýsingar þaraðlútandi mjög viðkvæmar þar sem viðkomandi fara með veggjum í skjóli myrkurs, hvort sem menn beiti mútum eða þiggi þær. Mútur eru mjög algengar í Afríku spilltra valdaaðila og þykja jafnvel sjálfsagðar í þeim löndum.

Í skáldsögu Jóns Thoroddsens Manni og konu segir frá samskiptum fátækrar ekkju við ágjarnan prest, sr. Sigvalda. Í leikritsgerð sögunnar er ekkjunni lagt í munn að silfurpeningarnir 30 hans Júdasar Ískaríót séu stöðugt í umferð og ávaxtast skjótt.

Spurning er hvort þessir silfurpeningar séu enn í umferð og það einnig á Íslandi?

Mosi


mbl.is Ísland líkist fyrrum Afríkunýlendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband