Ársfundur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Áhugaverður ársfundur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands var haldinn á Hótel Esju í morgun. Þar voru flutt mörg áhugaverð ávörp og kynningar á því sem er að gerast í atvinnulífi landsmanna. Þrátt fyrir kreppu og erfiðum fjárhag landsmanna var ekki að heyra að borinn væri nokkur kvíðbogi fyrir framtíðinni. Við landsmenn eigum mjög færa og velmenntaða sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum þekkingar sem koma til með að styrkja efnahag okkar með tímanum. Við lítum með hóflegri bjartsýni og vonum að upp rísi öflug fyrirtæki rétt eins og Marel og Össur sem í dag eru stórfyrirtæki hvort á sínu sviði sem bera af í íslenskri fyrirtækjaflóru í dag. Bæði byrjuðu þau sem „bílskúrsfyrirtæki“ þar sem unnið var hvern nýtan dag til að bæta og byggja á hugviti íslenskra uppfinningamanna.

Íslendingar hafa ætíð verið þekktir um allan heim að vera mjög úrræðagóðir á ögurstund. Öðru nær var þegar við vorum sárfátæk þjóð sem áttum allt undir veðri og vindum og mismunandi góðri stjórn Dana. Þó á móti blási nú, þá verðum við að glæða þær góðu og áhugaverðu hugmyndir sem nú er verið að vinna að. Við getum átt von á margvíslegum verkefnum á næstu misserum sem tengist auðlindum okkar og sérfræðitækni, t.d. á sviði jarðhitanýtingar. Hvarvetna í heiminum eru gríðarleg tækifæri sem við megum gjarnan skoða betur hvort við getum með þekkingu okkar og reynslu komið einnig öðrum þjóðum að gagni.

Það fer því fjarri að allt sé að fara fjandans til á Íslandi, öðru nær.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband