„Sparkfrumvarpið“

Frumvarpið um Seðlabankann þar sem megintilgangurinn er að skipta út bankastjórum einkum þeim sem þráast að standa upp, er sannkallað „sparkfrumvarp“.

Svo er eins og Davíð eigi sér allmörg líf, - eins og kötturinn. Hversu mörg eru eftir er ekki gott að segja en vonandi fer hann að sjá að sér blessaður karlinn. Hann hefur verið valdamesti maður á Íslandi og ekki eru allar ákvarðanir hans sem hafa verið nógu vel ígrundaðar. Nú sitjum við uppi með verstu fjárhagsvandræði sögunnar og auk þess karlinn líka.

Viðtalið í Kastljósi ríkissjónvarpsins í gærkveldi minnir óneitanlega á Bubba kóng sem Davíð lék á Herranótt fyrir um 40 árum. Þá sló hann sannarlega í gegn og vakti mikla kátínu og ómælda gleði meðal flestra. áhorfenda. En í raunveruleikanum er þetta ekki lengur brandari. Ástandið er grafalvarlegt og við þurfum enga ráðamenn sem haga sér sem einræðisherrar. Vitjunartími Davíðs er fyrir löngu upprunninn. Sjálfur örlagavaldurinn á ekki að komast upp með að leika sér að þjóðinni.

Mosi


mbl.is Fundur boðaður í viðskiptanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband