Mengun getur orðið afdrifarík

Vaxandi mengun andrúmsloftsins á höfuðborgarsvæðinu er áhyggjuefni. Mengunin kemur einkum frá ökutækjum, skipum, álverum og nú á seinni árum frá orkuverinu á Hellisheiði. Við erum að sitja uppi með heilsuspillandi umhverfi og eitthverjar virkar mótaðgerðir verður að framkvæma.

Það er ekki aðeins áhrif á heilsu okkar heldur er vitað að zinkhúðin á húsþökunum eyðist fyrr nú en við upphaf mælinga. Vitað er að zinkhúðin eyðist tvöfalthraðar nú en fyrir 30 árum.

Þá veldur svifryksmengun áhyggjum. Notkun nagladekkja er nánast óþörf á höfuðborgarsvæðinu og mætti því skattleggja naglana. Gríðarlegur kostnaður vegna viðhalds gatna mætti spara ognýta fremur til að efla strætisvagnasamgöngur sem ekki veitir af.

Þessi tíðindi eiga að vekja sem flesta til umhugsunar. Margir eru mjög viðkvæmir fyrir mengun. Þannig fer tíðni ofnæmis af ýmsu tagi vaxandi og mengun hefur vissulega áhrif að auka álagið á heilbrigðiskerfinu okkar.

Mosi


mbl.is Brennisteinsvetnismengun við heilsuverndarmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Mosi.

Ég er tek fullkomlega undir það sem þú segir. Ég er ekki að mæla bifreiðanotkunni bót en ég vil bæta því við að lakkið á bílunum, sem aka tvisvar eða oftar yfir heiðina daglega, skemmist líka vegna mengunarinnar.

Elísabet S. (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband