Hver hefur beitt fyrir sig einelti?

Sú var tíðin að enginn mátti hafa aðra skoðun á neinu hversu lítilvægt það var nema bera það fyrst undir þáverandi formann Sjálfstæðisflokksins. Þannig var Ólafur F. Magnússon flæmdur út úr Sjálfstæðisflokknum og litlu síðar þegar Katrín Fjeldsteð leyfði sér að hafa efasemdir um ágæti Kárahnjúkavirkjunar, þá var henni bolað burt úr þingliði flokksins.

Einhverju sinni leyfði rithöfundur nokkur að hafa opinbera skoðun á háttum þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann var kallaður fyrir í Stjórnarráðið og „bláa höndin“ kom eftirminnilega til sögunnar. Sami formaður beitti skattalögreglu landsins og sérstökum saksóknara gegn einum manni árum saman. Þó voru ýms fleiri mál sem ekki síður var þörf á að skoða nánar og þaðjafnvel af meira tilefni.

Að ræða um einelti og í því sambandi að tengja það við þann mann sem gjarnan beitti opinberu valdi sínu að gera það sama, er veruleika firrtur. Fyrrum þingforseti mætti líta betur í eigin rann og setja upp sólgleraugu til að fá ekki ofbirtu af höfuðdýrðling sínum.

Mosi


mbl.is Yfirlýsingar jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband