Eigum við eftir að sjá annað eins?

Að selja lúzúshús fyrir aðeins örlítið brot og það til eiginkonu er dæmi um undanskot eigna. Að öllum líkindum verður þessari „sölu“ eða eignaafhendingu rift, þ.e. eignin verði gerð upptæk og látin renna í væntanlegt gjaldþrot viðkomandi. Íslenskur réttur kveður á um að þrotabú hafi riftunarrétt allt að 1 ári áður en þrotamaður sá eða mátti gera sér grein fyrir að hann ætti ekki fyrir skuldum. Þaeesr lagareglur eru ábyggilega enn ákveðnari í Bandaríkjunum.

Spurning hvort við eigum eftir að sjá e-ð hliðstætt hér á landi. Nokkuið ákveðið dæmi en sem tengist fremur öðru t.d. mútum er þegar eigandi hvalveiðistöðvar á Vestfjörðum „seldi“ Hannesi Hafstein fyrsta ráðherranum stórt einbýlishús og var flutt suður og endurbyggt við Tjarnargötu. Það nefnist síðan Ráðherrabústaðurinn.

Þetta hús var sem sagt í byrjun 20. aldar „selt“ fyrir 1 krónu formsins vegna. Árið 1907 var kýrverðið nákvæmlega 100 krónur þannig að andvirði hússins nam vart lambsverði! Þegar Hannes lét af embætti seldi hann það ríkissjóði fyrir 52.400 krónur. Fékk HH greiddar 27.400 krónur auk þess að ríkissjóður yfirtók veðskuldir fyrir 25.000. Heimild: Stjórnarráð Íslands 1904-1964 eftir Agnar Kl. Jónsson, bls. 939. Óhætt má því segja að þessi eina króna hafi ávaxtast vel í höndum Hannesar.

Nú má líta á þetta í ljósi hvort þarna hafi verið einhvers konar spilling að baki. Hannes var sýslumaður Ísafjarðarsýslu um aldamótin 1900 og átti alldrjúgan þátt í að Skúli Thoroddsen var hrakinn þaðan úr embætti. Nú voru hvalveiðar um aldamótin háðar af töluvert mikilli grimmd og á þessum árum var stórhvelum nánast útrýmt um tíma vegna rányrkju. Sumar hvaltegundir náðu sér vart eftir þessar hvalveiðar eins og sléttbakurinn. Hann erð nánast útdauða.

Var salan á Sólbakkahúsinu ígildi mútna fyrir að vera þægilegt yfirvald og vera ekki með eitthvað óþarfa hnýsni og eftirlit með rekstrinum?

Mosi


mbl.is Seldi húsið á 100 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má nú nokkuð bóka það að svona hlutir hafa verið í gangi.  Hæpið finnst mér þó að við fáum mikið um það að vita.

Eggert Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband