Verður breyting á valdakerfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins?

Björgvin hefur sýnt af sér mikið hugrekki með afsögn sinni.

Nú eykst þrýstingurinn á Geir og Sjálfstæðisflokkinn að axla ábyrgð. Nú er staða Davíðs bankastjóra í Seðlabankanum orðin mjög veik og nú er valdakerfi Sjálfstæðisflokksins að brotna gjörsamlega saman.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur einnig sýnt af sérmikið hugrekki og lýsa þeirri skoðun sinni að Davíð beri að víkja.

Á Kreppuárunum, nánar tiltekið 1937 eða 1938 settust í stjórn Landsbanka fornir féndur: Jónas frá Hriflu og Ólafur Thors. Þeir tóku upp þá stefnu að grafa stríðsöxina en hefja þá nánari samvinnu. Telja má að með þessu hafi fyrirkomulagið um „helmingaskipti“ þessara stjórnmálaflokka hafi hafist. Valdakerfi þessara flokka má rekja til þessara tímmóta. Annar hvor flokkurinn hefur að jafnaði verið í stjórn stundum báðir samtímis. Ef aðeins annar flokkurinn hefur verið í stjórn hefur sá hinn sami verið nánast stöðugt með forsætisráðuneytið og þar með verkstjórnina í ríkisstjórninni. Það eru því miklar breytingar í vændum:

Valdakerfi þessara gömlu stjórnmálaflokka hefur orðið fyrir alvarlegri ágjöf. Ef Davíð verður neyddur til afsagnar, þá er ljóst að þar verður ekki látið við staðar numið heldur haldið áfram og Sjálfstæðisflokkurinn knúinn til að afnema forréttindi sín til valda og embætta.

„Búsáhaldabyltingin“ heldur væntanlega áfram. Við horfðum upp á fyrir 20 árum þegar alþýða Austur Evrópu kom af sér kommúnismanum og krafðist aukins lýðræðis. Við höfum að vísu notið lýðræðis en hvers konar lýðræði? Lýðræði okkar hefur verið undir duttlungum stjórnenda Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins komið. Í stað eins flokks Kommúnistaflokks, hefur valið staðið milli þessara tveggja flokka um hver stýrir landinu. Slíkt lýðræði er umdeilt og ósköp tæpt til að teljast virkilegt lýðræði.

Mosi

 


mbl.is Afsögn Björgvins vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband