Skipa þarf nýja og betri stjórn Fjármálaeftirlitsins

Mörgum hefur þótt eðlilegt að forstjóri þessa Fjármálaeftirlits hefði átt að hætta strax. Lítið hefur þessi forstjóri afrekað og e.t.v. hefur meginmarkmið hans verið að treysta og viðhalda sem best fallandi valdakerfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Nú þarf að skipa nýja, betri og ekki síst óháða stjórn Fjármálaeftirlitsins sem aftur auglýsir starf forstjóra þess þegar laust til umsóknar. Ekki væri slæmt ef slíkur umsækjandi væri velmenntaður og reyndur erlendur endurskoðandi sem ekki er tengdur á neinn hátt þeim hagsmunasamböndum sem aðilar sem tengjast stjórnmálaflokkum íslenskum.

Þó er óskandi að væntanlegur forstjóri sé íslenskur en sjalfsagt er mjög vandfundinn óháður einstaklingur sem ekki hefur annað hvort fjárhagsleg tengsl við fyrirtæki og flokka eða er í einhverjum hugsanlegum persónulegum tengslum og vinfengi við einhvern.

Nú er boltinn hjá Geir. Spurning hvort hann komi í kring afsögn umdeildasta embættismanna Íslendinga þeirra Davíðs seðlabankastjóra og Árna dýralæknis í Fjármálaráðuneytinu?

Segja má að Samfylkingin hafi axlað ábyrgð. „Eftir er yðvar hlutur“ eins og segir í fornsögu einni frægri.

Mosi


mbl.is Jónas hættir 1. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband