23.1.2009 | 16:19
Áfall fyrir alla þjóðina
Haft er eftir fyrrum framkvæmdarstjóra Sjálfstæðisflokksins Kjartans Gunnarssonar, að veikindi Geirs Haarde sé mikið áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Auðvitað eru veikindi mikið áfall fyrir alla hvað veikindi varðar en undarlegt er að framkvæmdarstjórinn gleymi þjóðinni. Er Geir Haarde kannski ekki forsætisráðherra allrar þjóðarinnar eða er hann að áliti fyrrum framkvæmdarstjóra flokksins einungis forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins?
Öll þessi mistök í ákvarðanatöku sem ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins hafa átt þátt í eru hrein skelfileg. Að fara út í hraða einkavæðingu ríkisbankanna og ákvörðun byggingu Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma, hvoru tveggja voru ægileg og afdrifarík mistök. Margir hagfræðingar, stjórnmálamenn sem ýmsir aðrir, vöruðu alvarlega við þessu öllu. Nú erum við að súpa seyðið af þessu gervigóðæri sem til varð án þess að nokkur raunveruleg verðmæti voru að baki þess. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest þessi mistök við ákvarðanatöku sem skilur Ísland og Íslendinga sem nánast gjaldþrota.
Veikindi beggja formanna stjórnarflokkanna er gríðarlegt áfall fyrir þjóðina. Ljóst er að nauðsynlegt hefði verið að vinna miklu hraðar en gert var. Skera hefði upp burt meinsemdina strax og vart var við hana í fyrra eða jafnvel fyrr en ekki láta málin lullast áfram eins og gert var. Kæruleysi og léttúð kemur öllum í koll og það hefði Sjálfstæðisflokkurinn mátt sjá fyrir og vara þjóðina við í tíma.
Auðvitað votta allir Íslendingar forsætisráðherra okkar Geir Haarde hluttekningu og samúð. Einnig óskum við eftir að hann nái sem fyrst skjótum bata og komist yfir þessi alvarlegu veikindi. Hins vegar þarf að manna varaáhöfnina í ríkisstjórninni strax ef nokkur dugur er í stjórnarflokknum. Ella á Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin að koma nauðsynlegustu verkefnunum yfir á aðra, t.d. með því að SS ríkisstjórnin segi af sér og þjóðstjórn eða jafnvel utanþingsstjórn helstu sérfræðinga okkar á sviðum efnahagsmála, dómsmála, o.s.frv. verði mynduð og taki við stjórninni til að halda samfélaginu gangandi og sem virkastu þangað til ný stjórn verði mynduð.
Ljóst er, að þátttaka í stjórnmálum er bæði slítandi og reynir mjög á einstaklinginn. Alvarleg veikindi gera sjaldan boð á undan sér og þar skiptir efnahagur, búseta, stétt, menntun, trúarbrögð, litarháttur eða stjórnmálaskoðun akkúrat engu.
Mosi
Veikindi Geirs mikið áfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Að fara út í hraða einkavæðingu ríkisbankanna og ákvörðun byggingu Kárahnjúkavirkjunar á sínum tíma, hvoru tveggja voru ægileg og afdrifarík mistök"
Það er að vísu einmitt stóriðjan þ.m.t. Kárahnjúkavirkjun sem heldur í okkur lífi í dag. Það má alls ekki blanda því við það hversu hratt var farið í einkavæðingu bankanna
Axel (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 17:02
Tek undir hvert orð hjá þér.
Landfari, 23.1.2009 kl. 17:04
Stóriðjan er ekki allra meina bót og hefur aldrei verið. Unnt hefði verið að bæta atvinnuhorfur á Austurlandi fyrir aðeins brot af þessari miklu fjárhæð sem fór í byggingu Kárahnjúkavirkjunar.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 25.1.2009 kl. 18:03
Axel, hvað hefurðu fyrir þér í því að Kárahnjúkavirkjun haldi í okkur lífinu í dag?
Kostaður við Kárahnjúka fór langt fram úr áætlun en það kom ekki að sök því raforkuverðið var tengt álverði sem hafði hækkað um einhver ósköp. Nú er álverðið fallið all verulega og ég hef engar tölur séð um hvort raforkusalan stendur undir afborgunum og rekstarkostnaði á virkjuninni í dag.
Hefur þú þær tölur?
Landfari, 26.1.2009 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.