21.1.2009 | 13:30
Tvær spurningar til dómsmálaráðherra:
Mig langar til að leggja tvær spurningar til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra ef hann les eða megi ljá sér nokkra stund að lesa:
1. Hefur verið hafin rannsókn á meintum brotum þeirra sem ollu bankahruninu sem varða hegningarlög eða önnur sérrefsilög?
Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt við Háskóla Íslands telur að meint brot megi heimfæra undir 10. kafla hegningarlaganna um landráð. Þau ákvæði eru auðvitað börn síns tíma og löggjafinn þá ekki haft í huga að meint afbrot á sviði viðskipta gætu dregið heilt þjóðfélag niður í svaðið. En þessi verknaður hefur haft meiri og djúpstæðari áhrif á nánast hvert mannsbarn á Íslandi.
Skilyrði til að meint afbrot verði fært undir almenna ákvæðið um landráð í 86. grein er að um sé að ræða verk byggt á:
a.ofbeldi
b. hótun um ofbeldi
c. annarri nauðung eða svikum
annað hvort þar sem öll þessi skilyrði eru fyrir eða eitt sér.
Afleiðingin er að íslenska ríkið að hluta eða öllu leyti verði undir yfirráðum erlendra aðila.
Í greininni er gert ráð fyrir að verknaðurinn sé í þágu erlends ríkis en allt eins gæti verið um annan aðila, t.d. auðjöfra, hergagnaframleiðendur og aðra tegund viðskiptamanna eða braskara.
Hegningarlögin eru ákaflega óljós hvað þetta viðvíkur og nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum og fá sérfræðilega aðstoð erlendis frá til að aðstoða við rannsókn og að hafa hendur í hári þeirra sem valdið hafa þessum hörmungum til að þeir megi svara til saka.
2. Önnur spurning lýtur að öllum þeim ósköpum af piparúða sem lögreglan virðist hafa undir höndum. Nú eru uppi efasemdir hvort lögreglan hafi beitt honum án þess að tilefni sé nægjanlegt. Í gær var eg vitni að því að lögreglan beitti piparúðanum rétt eins og þeir væru með vatnsbyssur. Ljóst er að heimildir lögreglu að beita þessum úrræðum eru fyrst og fremst tengd sjálfsvörn og einnig þegar lögreglumaður þarf að glíma við hættulegan glæpamann.
Nú var ekki um neina glæpi að ræða fyrir utan þinghúsið þó fólk léti ófriðlega með hávaða og tæplega er um neyðarvörn lögreglunnar að ræða og þaðan af síður sjálfsvörn.
Spurningin er þessi: Hversu mikið magn hefur lögreglan keypt af þessu varhugaverða efni sem ekki er vitað um hugsanleg varanleg skaðleg áhrif á þá sem fyrir verða. Og hvað er bókfærður kostnaður vegna þessa?
Þá má spyrja hvaða heimildir eru fyrir notkun þessa efnis?
Vinsamlegast
Mosi - alias
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.