Hefjum þegar söfnun undirskrifta!

Við þurfum nýtt Ísland, nýtt lýðveldi og nýja nútímalega stjórnarskrá í stað þeirrar gömlu.

Í gær var lagt fram frumvarp 10 þingmanna Samfylkingarinnar um kosningar.

Kannski við ættum ekki að bíða eftir afgreiðslu þessa frumvarps í þinginu heldur að hefja nú þegar undirskriftasöfnun þar sem við hvetjum ríkisstjórnina að rjúfa þing nú þegar og efna til nýrra þingkosninga ekki síðar en um Hvítasunnu.

Annars ætti fólkið í Samfylkingunni að setja Sjálfstæðisflokknum mjög einfalda úrsliltakosti núna: annað hvort verður efnt til kosningu nu þegar í vor eða við göngum úr þessu ríkisstjórnarsamstarfi.

Samfylkingin hefur engu að tapa en allt að endur það traust sem hún hefur týnt niður í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Svo er að skilja á öllum sviðum að Sjálfstæðisflokkurinn sé meira og minna feyskinn að innan í spillingu ekki síur en gamla Framsókn og ýmsir aðilar innan flokksins eru nátengdir spillingunni og er þá fjárhagsskandallinn í bankahruninu ekki undanskilinn!

Höldum kosningar í vor!

Kjósum nýtt þing og fáum nýja ríkisstjórn, nýtt lýðveldi grundvallað á nýrri og réttlátari stjórnarskrá!

Mosi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Af hverju segja þeir ekki bara af sér.  Svo má leggja fyrir svona frumvarp á nýju þingi.

María Kristjánsdóttir, 21.1.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Það má kannski fara að senda þessum „háu herrum“ vel skiljanleg SMS...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 21.1.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í gamla daga var haft að orði þegar tala þurfti alvarlega yfir hausamótunum á einhverjum „að ræða við viðkomandi með tveim hrútshornum“. Tilvísunin um hrúta þegar þeir eru að berjast sín á milli þá skellur langar leiðir í hornunum og það þætti ekki beinlínis þægilegt að vera þar á milli.

Ef ríkisstjórnin áttar sig ekki á þvi að skýr skilaboð hafa verið send að við viljum nýjar kosningar, nýja ríkisstjórn, nýtt lýðveldi og nýja stjórnarskrá, þá má ríkisstjórnin vera týnd og tröllum gefin. Vonandi áttar hún sig á alvöru málsins. Ekki dugar að birgja lögregluna upp með piparúða og þaðan af verra. Þá kann kannski að renna upp tími mólótóvkokkteilanna sem „skríllinn“ og „andstæðingar“ kommúnistanna beittu í Austur Evrópu til að krefjast aukins frelsis og lýðræðis.

Við höldum ábyggilega að safnast saman á Austurvelli svo lengi sem þráhyggjukálfarnir sitja sem fastast.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband