„Eins manns dauði er annars brauð“

Ótrúlegt er hve lítil verðmæti skili sér til baka eftir „útrásarvíkingana“. Hér á landi er landið og þjóðin sem eldur græðgisvæðingar og Frjálshyggjunnar hafi eytt gjörsamlega. Allt þetta þarf að rannsaka og ótrúlegt að ríkisstjórnin sitji aðgerðalaus með hendur í skauti og aðhafist ekkert. Hvers vegna? Situr ríkisstjórnin sem leppar braskaranna? Það skyldi þó ekki vera.

Ef hér væri einhver dugur í ríkisstjórninni hefðu verið kallaðir til erlendir afbrotasérfræðingar í alþjóðlegum viðskiptatengslum. Ljóst er að ýms brot hafi verið framin með því að beita langvarandi blekkingum, undirferlum og jafnvel svikum. Að örfáir tugir viðskiptamanna nái að mergsjúga heila þjóð er hreint ótrúlegt. Allar eftirlitsstofnanir brugðust. Seðlabankinn brást. Davíð brást, Geir brást og Sjálfstæðisflokkurinn brást ekki síst eins og hann leggur sig.

Einhverjir prísa sig sæla og góðæri þeirra heldur áfram uns einhver sem er enn útsjónarsamari á kannski eftir að stela frá þeim milljörðunum og skilja þá eftir í skuldasúpunni. Það er nefnilega svo að auðurinn er jafn sleipur í hendi sem silfurpeningarnir 30 sem Júdas fékk í sínar hendur. Þeir hafa verið stöðugt í umferð og hafa aldrei fært eigendum sínum neina gæfu.

Mosi


mbl.is Glitnir ASA seldur á brot af raunvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband