20.1.2009 | 21:49
Voru landráð framin?
Athygli vöktu ummæli Vilhjálms Bjarnasonar varðandi þessa athafnamenn sem vaðið hafa á skítugum skónum í efnahagslífi landsins og hafa með ýmsum brellum átt megin þátt í falli banknna. Sérstaklega hafa vakið athafnir Ólafs Ólafssonar með tengsl viðskattaparadís á tiltekinni eyju í Karabíska hafinu.
Hegningarlögin okkar eru frá því í febrúar 1940 og voru sniðin eftir dönsku hegningarlögunum sem voru frá 1930. Stofninn í þessum lögum er frá 1869.
Þegar hegningarlögin eru sett var ekki gert ráð fyrir fleiri refsiverðum verknaði en þá var mögulegt að framkvæma. Nokkrum sinnum hafa hegningarlögin verið endurskoðuð bætt í þau eftir því sem þróunin í þjóðfélaginu hefur orðið. En lagasetning er yfirleitt alltaf nokkuð á eftir samtíðinni.
Um landráð er fjallað í X.kafla hegningarlaganna. Með landráðum er átt við brot gegn öryggi og sjálfstæði ríkisins gagnvart öðrum ríkjum og sjálfsforráðum þess um eigin mál. Svo segir í greinargerð með frumvarpinu.
Almenna ákvæðið er í 86. gr.
Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
Nú er vart um ofbeldi að ræða en ljóst er að verkanaðarlýsingin nær yfir svik og nauðung við íslenska almanna hagsmuni. Ákæruvaldið verður að sanna að svo sé og einnig að um ásetning eða stórkostlegtgáleysi sé um að ræða.
Er þarna ekki nokkuð ljóst að með því að stofna til keðju ýmiskonar viðskipta á þann hátt og með því markmiði að hafa áhrif á gengi hlutabréfa? Þetta eru blekkingar og svik gagnvart öðrum hluthöfum bankans til þess gerð að Fjármálaeftirlit og aðrir eftirlitsaðilar létu blekkjast.
Sjálfur tapaði undirritaður nokkrum milljónum í falli bankanna.
Mosi
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll, Guðjón. Mér þykir leitt að heyra að þú hafir tapað milljónum á falli bankanna. Vona að þú dettir sem fyrst í lukkupottinn og "náir" þeim til baka.
Við hjónin vorum sjálf svo heppin að hafa aldrei látið plata okkur út í sjóði og verðbréf og hvað allt þetta heitir. Vorum líklega látin að mestu í friði af sölumönnunum þar sem við erum svo launalág. Stundum getur það greinilega verið stór kostur.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:34
Já svona er það þegar braskarar komast í feitt og hafa fé af fólki. Voru bankarnir ekki að auglýsa gull og græna skóga og örugga fjárfestingu í alls konar sjóðum, vildarlán vegna íbúðakaupa og jafnvel neyslulán og allt hvað þetta nú var. Voru bankamenn ekki að hringja útum allar koppagrundir og sendir inn í framhaldsskólana til að markaðssetja lánatilboð. Fyrir vikið eru margir mjög skuldsettir rétt eins og Bjartur í Sumarhúsum. Við prísum okkur sæl að hafa verið skuldlaus en töpuðum sparifénu okkar að mestu leyti.
Því miður virðast bankarnir hafa verið reknir eins og heimili drykkjumanns þar sem allt gekk út á að bjarga rekstri bankanna frá degi til dags.
Fyrir nokkru sendi eg grein til Morgunblaðsins til birtingar: Opið bréf til Sjðálfstæðisflokksins frá Guðjóni Jenssyni. Vonandi verður það birt fljótlega.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2009 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.