Ríkisstjórnin er rúin trausti

Nú eru friðsöm mótmæli að breytast í ólgu í samfélaginu. Þegar þetta ástand liggur fyrir eru alvarleg tíðindi í aðsigi. Hvers vegna er svona komið?

Ljóst er að ríkisstjórnin hefur borið mikinn hnekk af afgerðarleysi vegna bankahrunsins. Undir þessum kringumstæðum ber að gera EITTHVAÐ. Ríkisstjórnin virðist vera gjörsamlega utanveltu við umræðuna í samfélaginu.Það sést vel á dagskrá þingsins í dag: Eitt af þeim forgangs- og eftirlætismálum Heimdellinga eru breytingar á lögum um áfengi. Skyldi þetta vera í forgangi hjá ríkisstjórninni?

Hver er opinber skýring ríkisstjórnarinnar á því hvers vegna Gordon Brown beitti Íslendinga hryðjuverkalögunum? Hvaða ráðstafanir hefur ríkisstjórnin gert til að endurheimta þær miklu eignir sem braskarar þeir sem grófu undan bankakerfinu og einnig að koma lögum yfir þessa herramenn? Voru framin landráð og verður hafin nú þegar rannsókn á þeim meintu glæpum? Greiningardeild ríkislögreglunnar átti að halda utan um þetta mikilsverða verkefni.

Hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að draga úr gríðarlegri eignaupptöku skuldugra Íslendinga? Lögleysa veður uppi. Hvað hyggst ríkisstjórnin ger til að koma böndum á vaxtaokur Seðlabankans? Að halda uppi himinháum stýrivöxtum með mjög hárri dýrtíð var talin mikil goðgá hjá vönduðum bankamönnum. Hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að halda uppi atvinnu í landinu?

Allt þetta eru verkefni sem blasa við. Ríkisstjórnin talar og talar en það kemur okkur akkúrat ekki að neinu gagni. Hún er gjörsamlega rúin öllu trausti og sífellt fleiri vilja að hún segi tafarlaust af sér en gleymi ekki að rjúfa þing áður og efna til nýrra kosninga.

Mosi


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Undir lok 18.aldar ríkti hið óskeikula einveldi sem kóngar Evrópu töldu að væri gjöf frá guði almáttugum til þeirra. Þetta fyrirkomulag var nefnt upp á frönsku: „ancient regimé“. Stjórnarbyltingin á Frakklandi byrjaði óskaplega friðsamlega, þegar fólkið bað um að geta keypt brauð þá átti einhver kerlingin í Versalahöllinni að hafa spurt hvers vegna fólkið gæti ekkigert sér kökur að góðu. Slík var fáfræðin.

Svo virðist að áþekk fáfræði sé að festa sig í sessi hjá Sjálfstæðisflokknum. Forsprakkar hans virðast lifa í allt öðrum heimi en þjóðin sem nú lætur í sér heyra og það með augljósari hvatningu með hverjum degi að ríkisstjórnin eigi að boða til nýrra kosninga. Það væri beinlínis heimska að Sjálfstæðisflokkurinn bregðist þjóðinni öðru sinni. Fyrst með óheftri frjálshyggju og græðgisvæðingu og nú virðist eins og Sjálfstæðisflokkurinn vilji þrásitja sem fastast og er ekki tilbúinn að viðurkenna nein mistök. Spurning hvort ástæðan fyrir þrásetunni sétil að gæta hagsmuna braskaralýðsins?

En fall Sjálfstæðisflokksins verður væntanlega meira fyrir vikið. Kannski að 1% fylgis reytist af honum á viku hverri. Þeir um það enda er Sjálfstæðisflokkurinn bæði ráðþrota og verða hugmyndafræðilega gjaldþrota.

Kænn kaupmaður veit að hann selur svikna vöru aðeins einu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að selja okkur gervigóðæri á undanförnum árum sem hefur komið okkur gjörsamlega í frjálst fall lífsgæða þeirra sem við höfðum þó áður. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er því gríðarmikið!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 243436

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband