Sigum sýslumanninn á Selfossi á stórbraskarana

Hvað er þetta annað en spilling?

Að fá stórfé að láni til gera einhverjar gloríur án þess að tapa á því stórfé er leikur útrásarvíkinganna margtöluðu. Þetta er mjög óeðlilegt í alla staði og einkennilegt að verið sé að reyna að draga fólk á asnaeyrunum hvort sem það eru skattborgarar á Íslandi og litlu hluthafarnir í bönkunum sem ekki gátu varið sig gegn þessu braski.

Sýslumaðurinn á Selfossi boðar hertar aðgerðir gegn þeim sem skulda skatta. Sennilega eru flestir af þessari 370 manna hjörð í umdæmi hans fyrir löngu orðnir eignalausir með öllu og þessi fyrirhöfn því til lítils annað en að staðfesta það.

Spurning hvort ekki ætti að beina athafnagleði sýslumannsins á Selfossi að tuska til aðeins grafaræningjana eða útrásarvíkingana? Siga mætti honum á skattapardísir þær sem skattsvikinn ofurgróði fer til en óvíst hvort komi til okkar aftur. Sýslumaðurinn á Selfossi var áður skattstjóri á Ísafirði áður en hann gerðist sýslumaður þar og enn síðar á Selfossi. Honum ætti að vera vel kunnugur skattréttur og hafa töluverðan praxís í honum.

Nú þarf að virkja alla þá sem þekkingu hafa og reynslu til að geta bjargað sem mestu af skattsviknum gróða aftur til landsins. Hvaða kontóristi sem er gæti séð um þessi viðvik sem sýslumaðurinn á Selfossi ætlar sér að taka sér fyrir hendur. En maður með þessa ágætu eiginleika og áhuga ætti að vera sjálfskipaður réttargæslumaður íslenskra skattborgara og koma lögum yfir þessa herramenn sem nú hafa verið að grafa undan efnahag þjóðarinnar með ævintýralegu braski sínu og undanskoti eigna í skattaparadísir.

Mosi


mbl.is Milljarðalán án áhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband