18.1.2009 | 12:33
Vafasöm fortíð Valgerðar sem ráðherra
Þegar Valgerður gerðist iðnaðarráðherra fékk hún það vafasama verkefni að berja Kárahnjúkavirkjunina í gegn um þingið. Hagfræðingar vöruðu mjög alvarlega við þessari framkvæmd enda hún allt of mikið þensluvaldandi í litlu hagkerfi. Vegna þess að allt of mikið af erlendu lánsfé streymdi inn í þetta litla hagkerfi okkar varð til það sem nefna má gerfi góðæri. Engin raunveruleg verðmæti byggð á vinnu okkar Íslendinga sjálfra, heldur var þetta mikla fé nánast til þess að auka innflutning á ýmsum lúxúsvarningi inn í landið.
Nú súpum við seyðið af þessu sukki. Kárahnjúkavirkjunin var sérstakt hugðarefni Framsóknarflokksins. Með virkjuninni fékk Framsóknarflokkurinn nokkur fleiri atkvæði í kosningum 2003 en áður og má fullyrða að Kárahnjúkavirkjunin sé einn dýrasti kosningavíxill sem um getur, ekki aðeins í sögu þjóðarinnar heldur víðar.
Framsóknarflokkurinn hefur því miður valdið meiri vandræðum en gagn í íslensku samfélagi. Mikil spilling hefur auk þess verið fylgifiskur þessa flokks öðrum flokkum fremur.
Því mætti gjarnan fara alvarlega að huga að því að leggja hann niður.
Mosi
Valgerður fær jafnréttisverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þar er ég fullkomlega sammála þér. En stjórnmálaflokkur verður aldrei betri en fólkið sem velst til forystu í honum. Og þar með ekki verri heldur.
Sigurður Atlason (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 12:39
Mikið rétt, þessi flokkur hefur gert mun meira ógagn en gagn. Ég er reyndar mjög hissa á að hann hafi ekki verið lagður niður, því hann er algjör tímaskekkja, hefði átt að lognast útaf á síðustu öld.
Sigurbjörg, 18.1.2009 kl. 18:50
Spurning er hvort ekki hefði verið hyggilegra að leggja Framsóknarflokkinn niður og stofna nýjan þar sem tengslin við spillinguna hefðu verið rofin.
Varðandi þessa nýju flokksforystu sem kjörin var í gær þá er spurning hvenær „flokkseigendurnir“, peningamennirnir sem raunverulega stjórna bak við tjöldin, grípi inn í og seti inn stefnuna. Þá skiptir nýr kompás litlu máli.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 19.1.2009 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.