Þessu verkefni verður að sinna

Fátt gleður hug og hjörtu Íslendinga en fagur skógur sem veitir okkur skjól fyrir næðingi. Skógurinn dregur til sín fjölbreytt fuglalíf sem alltaf er mikil unun að fylgjast með.

Skógrækt er langtímaverkefni. Það skýtur því mjög skökku við ef allt í einu verði grafið undan þessari tegund ræktunar. Þessu verkefni þarf að tryggja að fjárskortur verði ekki til að áætlanir vegna gróðursetninga fari úr skorðum að þessu sinni. Það verður ekki auðvelt að taka upp þráðinn síðar.

Verkefnin eru gríðarleg. Við þurfum fremur að herða á en slaka á ræktun skóga. Ísland er eitt skógfátækasta land heims, meira að segja eru mörg lönd þar sem eyðimerkur eru stór hluti af heildarstærð, ríkari af skóg en Ísland svo undarlega sem það kann að hljóða. Í Saudi Arabíu eru fleiri % landsins þaktir skógi en á Íslandi!

Skógrækt er mjög mikilsverð t.d. vegna bindingar eitraðra lofttegunda. Þannig binst töluvert af CO og CO2 í trjám. Meira að segja brennisteinsmengun getur trjágróður bundið. Sennilega verður að grípa til umtalsverðrar skógræktar til að binda brennisteinsmengunina frá Helllisheiðarvirkjun. Það er tiltölulega auðveld en nokkuð kostnaðarmikil framkvæmd. Þaðkann kannski að vera kostur því nú er atvinnuástand ekki upp á marga fiska í landinu og vinnufúasr hendur unglinga myndu gjarnan vilja taka þátt í þessu auk okkar sem eldri erum. Þannig mætti planta trjáplöntum víða um Mosfellsheiðina sem myndi smám saman verða að umtalsverðum skóg rétt eins og Heiðmörkin sem er ein fegursta náttúruperla í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðisins.

Mosi


mbl.is Milljón trjáplöntur á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband