16.1.2009 | 20:34
Erfið en skynsamleg ákvörðun
Sú á að vera meginstefna í samskiptum allra landa sín á milli að taka vinsamlega á móti ráðamönnum hvers annars.
Mér er það í fersku minni þegar Davíð Oddsson þá nýorðinn forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar fór í heimsókn til Ísraels. Í stað þess að einhver ráðherra tæki á móti honum og byði okkar mann velkomminn til landsins kom einhver kontóristi úr einhverju ráðuneyti og rétti honum einhvern einhvern pappír. Þegar Davíð las hvað á þessu blaði stóð þá var þar ósk um framsal Edward Hinriksen sem ísraelsk yfirvöldmeintu að væri stríðsglæpamaður, hvorki meira né minna! Þetta var ekki beint kurteysislegar viðtökur og undir þessum kringumstæðum hefði hver einast ráðamaður vestræns frjáls ríkis tekið næstu flugvél áleiðis til baka.
Ef til vill eru þessar viðtökur í huga þeirra utanríkisráðuneytismanna enn í minnum hafðar. Við Íslendingar viljum gjarnan eiga vinsamlegar viðræður og samskipti við aðrar þjóðir, en að taka í hönd fulltrúa ríkisvalds sem hefur á samvisku sinni morð á hundruðum barna og annarra borgara Palestínumanna á Gaza er mjög áleitin spurning hvort með þeirri táknrænu athöfn sé verið að skrifa uppa á syndakvittun fyrir slíkum voðaverkum.
Allir ferðamenn eiga að vera velkomnir til Íslands hvort sem það eru Norðurlandabúar, Bretar,Þjóðverjar, Frakkar, Rússar, Gyðingar eða Ísraelsmenn hvort sem þeir vilja nefna sig, Asíubúar, Ástralir, Afríkubúar eða frá Ameríku, norður, mið eða suður, - það skiptir engu máli svo framarlega sem þeir vilja virða þaðað við erum friðsöm og herlaus þjóð, eigum engin tengsl við hermdarverk og viljum ekki bendla okkur við mannréttindabrot af neinu tagi.
Þessi ákvörðun hefur ábyggilega ekki verið auðveld en hún er bæði mjög skynsamleg og rétt með hliðsjón af þeim fjárhagslegu gríðarlegu erfiðleikum sem við sitjum uppi með fjármálabraskara sem virðist alltaf vera nóg af á öllum tímum í öllum löndum og undir flestum kringumstæðum.
Mosi
Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sé ekki hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu, að þetta hafi verið erfið ákvörðun! Það er alveg dæmigert fyrir Ísraela að tilkynna komu sína og vænta þess að fá opinbera móttöku. Það er eftir því sem ég kemst næst kki venjubundin aðferð. Heldur æskja menn þess að fá að koma í heimókn. Að halda að fyrrnefndar móttökur á DO eða plögg um HInrik þennan sýnir hreinan sauðshátt!
Auðun Gíslason, 16.1.2009 kl. 20:46
Jú auðvitað er alltaf erfitt að taka ákvörðun sem hefur einhverja neitun eða höfnun í för með sér.
Kannski íslenskum ráðamönnum þyki nóg að sitja uppi með alla þá erfiðleika sem fylgir öllum fjárhagslegu hremmingum eftir útrásarvíkingana sem sumir landsmenn vilja nefna grafaræningja!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.1.2009 kl. 21:07
kanski þeir hafi verið í boði forsetafrúarinnar?
Hreiðar (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:10
Sæll Guðjón. Allir sem þekkja til gyðinga , vita að þeir eru frekir, sjálfumglaðir og uppvöðslusamir, en það breytir ekki því, að islendingar sem þjóð eiga að taka á móti fulltrúa frá þeim með kurteisi og hlusta á rök þeirra , hvort sem við erum með eða á móti.
Sennilega hefur þessi ákvörðun verið tekin vegna þess að íslenska þjóðinn er gjaldþrota.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:21
Atkvæði Íslendinga fyrir 60 árum skapaði þetta skrímsli sem Ísraelska þjóðin (Guðs útvalda) er orðin. Þeir hafa alltaf litið niður á aðrar þjóðir, og eru núna að beyta aflsmunar þjóð sem er að skjóta púðurkerlinum yfir landamærin. Enda eru hlutföllin 1 Ísreli á móti 100 Palestínumönnum. Ég held að við ættum að lofa þeim að finna til tevatnsins með þeim vopnum sem við vopnlaus þjóðin getum beitt. Orðinu.
Gunnar (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:21
Þetta er einfaldlega rangt hjá þér. Pappírinn sem var afhentu Davíð Oddssyni var afhentur af starfsmanni Simon Wiesenthal Center, sem ekki er Ísraelsk ríkisstofnun.
Það var Jón Baldvin Hannibalsson, sem laug því að íslenskum fjölmiðlum að það hefði verið Ísraelska ríkisstjórnin sem afhenti beiðnina um að sækja Eðvald Hinriksson til saka fyrir glæpi.
Eistnesk/alþjóðleg nefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Evald Hinriksson hafi verið stríðsglæpamaður.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.1.2009 kl. 21:25
Kanski....kanski....kanski...........KANSKI að ástæðan sé einfaldlega eins og fram kemur í fréttinni, semsagt:
„Í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa fordæmt þessar árásir og hafa af þeim þungar áhyggjur, og þungar áhyggjur af því hversu margir óbreyttir borgarar hafa látið lífið, var þeim skilaboðum komið á framfæri til ísraelskra stjórnvalda að það sé ekki rétt að hátt settir aðilar fundi fyrr en Ísrael hefur orðið við kröfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna [og hætti árásum sínum á Gaza],“ segir Urður
Tek ofan fyrir þessu, það er afar sjaldgæft að Íslenskir embættismenn fari svona að, þ.e bara segi nei takk við erlend stjórnvöld, þ.e ef þau tilheyra USA og þeirra leppþjóðum. Ég er eins ánægð með að þessi heimsókn/innrás hafi verið afþökkuð og sérstaklega á þessum grundvelli eins og ég var óánægð með á hvaða grundvelli flugæfingar breta í desember s.l. voru afþakkaðar, en þá var borið við að það væri verið að spara. Það var beinlínis móðgandi svona rétt eftir að bretar skelltu á okkur hryðjuverkalögunum.
Jónína (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:29
Ekki eru allir Ísraelar eins. Þeir eru af ýmsu sauðahúsi sem við Íslendingar ogþar leynast gull að mönnum eins og í öllum þjóðfélögum.
Við megum aldrei alhæfa út af nokkrum þverhausum. Þannig voru ekki allir Þjoðverjar nasistar á sínum tíma, en um ein milljón manns gekk í þann vandræðaflokk.
Bendi á eftirfarandi færslu: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/766640/
Þar er sagt frá ósköp venjulegum Gyðing/Ísraela sem kom hingað til land fyrir um 20 árum og ferðaðist hér um. Hann var mér mjög eftirminnilegur og við eigum að bera virðingu fyrir öllu fólki þó við kunnum ekki að vera alltaf samþykkir yfirvöldum viðkomandi lands. Óskandi er að friðsamir Ísraelar komi þessari ógnarstjórn frá og taki upp friðarumleitanir og friðsöm samskipti.Þau eru alltaf betri og árangursríkari en hernaður sem eyðileggur allt sem tengist skynsemi.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.1.2009 kl. 21:31
Bólivía ætlar að beita sér fyrir því að stjórnvöld í Israel verði dregin fyrir Stríðsglæpadómstólinn í Haag.
http://www.presstv.ir/detail.aspx?id=82554§ionid=351020202
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.1.2009 kl. 22:04
Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um fordæmingu er óskynsamleg, vanhugsuð og til þess fallin að enn fleiri saklausir borgarar láti lífið eins og ég færi rök fyrir hér. Að neita að taka á móti Ísraelskum ráðherra er dónaskapur og absúrd í ljósi þess hvernig tekið var á móti Arafa á sínum tíma.
Sveinn Tryggvason, 16.1.2009 kl. 23:14
Þessi ákvörðun utanríkisráðuneytisins sýnir alveg ótrúlega þröngsýni og hroka gagnvart öðrum, rétt eins og við höfum einhver efni á því. Við, sem eigum allt undir velvilja og örlæti annara. Auðvitað á að bjóða þetta fólk velkomið til að útskýra þeirra sjónarmið. Ég hef á tilfinningunni, að ef Yfirmenn Hamas hefðu boðað komu sína, hefði rauði dregillinn og kristallinn verið dregin fram.
Þetta með Eðvald Hinrikson var ekki beint frá Ísraelskum yfirvöldum komið, heldur Simon Wisenthal stofnunni, og kemur þessu máli ekki mikið við, eða hvað?
Þú segir að "við erum friðsöm og herlaus þjóð, eigum engin tengsl við hermdarverk og viljum ekki bendla okkur við mannréttindabrot af neinu tagi." Ég vil minna á, að í seinna stríði tóku Íslensk stjórnvöld beinan og óbeinan þátt. Kannski byrjaði það, þegar skipsfarmi af landflótta Gyðingum var snúið aftur til Danmerkur, hvar þeir hlutu sín örlög. Og það má deila um hlutleysi Íslendinga, þegar bátar frá Hjaltlandseyjum og Noregi voru "endurbættir" á Íslandi til að styðja andspyrnuhreyfingu Norðmanna, sem var einskonar "hermdarverkasveit" þeirra tíma. Og hvernig var með Nasistaforingjann, sem reyndist sonur forseta íslands ?, hvað gerðu Íslensk yfirvöld þá ?. Eða fengu Íslendingar ekki dágóðann styrk frá USA til þess, meðal annars að vinna gegn kommúnisma í heiminum, Marshall aðstoðina ? Og hvar var hlutleysið og tengslaleysið, þegar Íslendingar urðu stofnfélagar í voldugasta hernaðarveldi heimsins, og eru ennþá virkir í því ? NATO. Hvar er tengslaleysið, þegar við tökum þátt í, og leyfum heræfingar þessa herveldis okkar hér á landi ? Ætlar þú að segja okkur hinum að yfirvöld á íslandi hafi ekkert vitað um "fangaflutninga CIA á Íslandi ? Eigum við að ræða hvernig Ísland virðir mannréttindi ? Ég man eftir Frönskum liðhlaupa, sem var sendur heim til Frakklands, þar sem hann hlaut sín örlög, sem ég man ekki hver voru. Hvar voru mannréttindin þá ?. Þá hafa íslens fyrirtæki, flugfélög og skipafélög stundað vafasama vopnaflutninga, en sennilega var það í "nafni friðar". þá hefur Íslenska ríkisstjórnin og yfirvöld hvað eftir annað sýnt, að mannréttindi eru ekki virt hér, nema það henti valdhöfum hverju sinni. Það sýna margir úrskurðir mannréttinda dómstólsins. Svo hversu trúverðugir verðir mannréttinda og friðar eru Íslendingar ?.
Hvað höfum við oft heyrt af T.D. flugránum Palestínumanna ? Eða hermdarverkum þeirra og múslimsku vina þeirra ?. Er ekki Bin Laden nýbúinn að gefa yfirlýsingu um að heyja eigi "Heilagt stríð" á hendur Ísraelum ?, sem eru margir hverjir múslimar og kristnir, ekki bara Gyðingar. Hvað heyrum við oft af palestínskum hryðjuverkamönnum að sprengja sig og strætisvagna, verslanamiðstöðvar, og almenna fundi í loft upp, í nafni Hamas ?. Og svo skulum við reyna að ryfja upp, hvað oft við heyrum svipaðar fréttir af Ísraelum. Eum við búin að gleyma Ólimpýuleikunum 1972 ?.
Þrátt fyrir allt þetta er til fólk, sem vill ekki hlusta á rök Ísraela fyrir stríðinu, sem er hryllilegt, ég viðurkenni það. Og nú, þegar fulltrúi ríkisstjórnarinnar, sem þú Mosi hefur mótmælt, og sakað um dómgreindarleysi, mannréttindabrot, og önnur afbrot gagnvart þjóðinni, ákveða að hlusta ekki á rök Ísraela, og stinga hausnum í sandinn, þá eru þau allt í einu þér þóknanleg.
Mér finnst þessi afstaða ríkisstjórnar Íslands einkennast af fordómum, þröngsýni og hroka gagnvart þjóð, sem við ættum að sýna auðmýkt, það er ekki eins og við skuldum Ísraelsku þjóðinni ekki afsökunarbeiðni.
Börkur Hrólfsson, 16.1.2009 kl. 23:37
Hér er linkurinn :)
Sveinn Tryggvason, 16.1.2009 kl. 23:39
Auðvitað er sagan allt of blóðug. En á sagan að hvertja okkur til að sýna öðrum ókurteysi og jafnvel fjandskap? Öðru nær, en kannski við Íslendingar séum ekki sérlega vel í stakk búnir að axla ábyrgð að geta með einhverjum myndarskap gengið á milli fjandsamlegra fylkinga í Palestínu. Við erum fátækir og smáir við Íslendingarnir.
Annars má spyrja hvert erindi þessa ráðherra frá Ísrael var? Var það að við ættum að hlusta á sjónarmið þeirra sem hafa sýnt Palestínumönnum óvenjulega hörku? Slíkt væri kannsi að hlusta á og hlýða einhliða áróðri rétt eins og við hefðum tekið á móti Jósep Göbbels á sínum tíma.
Friðarmöguleikar eru ekki margir eins og málin standa nú. Við verðum að doka og sjá til hvernig þessi mál þróast. En meðan Gyðingar/Ísraelar sýna enga miskunn og firðarvilja er vonin ákaflega lítil, því miður. Það er virkilega dapurlegt að með fjandsamlegri sambúð við nágranna sína hefur meginatvinnuvegur Ísraela drabbast niður: Lengi vel var ferðaþjónusta ein mikilvægasta atvinnugreinin enda vildu mjög margir kristnir menn fara á slóðir frelsarans. Nú telst slíkt nánast til undantekninga og mætti ferðaþjónusta muna fífil sinn fegurri í Ísrael.
Mosi
Mætti biðja um að koma þessari umræðu á hærra plan?
Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2009 kl. 17:34
Þeir sem taka afstöðu með öðrum aðilanum, taka þar með þátt í ofbeldinu, og við eigum að slíta öllum samskiptum, og hætta öllum stuðningi við þjóðir/samtök sem heyja stríð á hendur óbreyttum borgurum. Við eigum að afneita því að mannfall geti verið "ásættanlega" lítið....upphafning ofbeldisins með endalausum tilvísunum í blóðhefndina, blóðsamviskuna, er versta ábyrgðarleysið, mesti dómgreindarskorturinn. Á því er enginn vafi í mínum huga.
Það er enginn munur á drápum Hamas og her Ísrael, og ég reikna með því að sundursprengdu barni sé alveg sama hver sprengdi það....
Haraldur Davíðsson, 19.1.2009 kl. 15:05
Hef verið að ígrunda hvort Þjóðverjar eigi ekki að strika út þessar stríöðsskaðabætur sem þeir hafa greitt í um 60 ár. Þýskir skattgreiðendum þykir miður að þessu mikla fé sem voru hugsaðar sem bætur fyrir mannréttindabrot nasista séu notaðar til vopnakaupa til að beita gegn 3ja aðila.
Það var ekki upphaflegi tilgangurinn með þessum stríðsskaðabótum.
Sennilega væri þetta eitt áhrifamesta keyrið á mannréttindabrot þeirra stríðsherra sem nú bera ábyrgð á morðum barna og annarra óbreyttra borgara ásamt gríðarlegri eyðileggingu eigna í Palestínu.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2009 kl. 11:00
Ísraela (Gyðingar) bera nákvæmlega sömu skyldur að alþóðarétti og aðrar þjóðir. Þessi deilumál voru leyst en það voru herskáir flokkar sem eyðilögðu friðarferlið. Því miður.
Þetta stríð er ekki til þess fallið að Ísraelar (Gyðingar) njóti meiri samúðar umfram aðra. Þeir ganga einfaldlega of langt. Margir Gyðingar (Ísraelar) eru mannréttindasinnar og hafa skömm á þessum herverkum. Þeir vilja ekki þessa aðferð sem fylgir dauði og djöfull.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2009 kl. 11:47
Það er virkilega grátlegt að herskáir Gyðingar hafa grafið svo illa undir ferðaþjónustu í landi sínu vegna ófriðar að nú vill varla heilvita maður ferðast þangað.
Sú var tíðin að ferðaþjónusta var meginatvinnuvegur Gyðinga (Ísraela).
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2009 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.