„Eru hér farin að myndast bófafélög?“

Pétur Benediktsson er maður nefndur. Hann var bankastjóri, bróðir Bjarna Benediktssonar prófessors, borgarstjóra í Reykjavík og ráðherra. Pétur var mjög vinsæll sem bankastjóri Landsbankans og fóru ýmsar sögur af honum. Einhverju sinni kom maður að vestan sem gekk undir því kostulega nafni Dósóþeus Tímateosson í bankann og bað um lán. Þó svo að „Dósi“ liti ekki sem best út en hann átti oft náin kynni við Bakkus, þá kvað Pétur upp að þar sem þetta nafn væri ekki aðfinna í skrám bankans væri ekki ástæða til að hann færi úr bankanum án þess að hafa verið veitt einhver úrlausn.

Þann 27.febrúar 1964 hélt Pétur erindi í útvarpinu sem vakti gríðarlega athygli. Í þættinum „Um daginn og veginn“ sem Jón Eyþórsson veðurfræðingur var einna lengst tengdur við, kom Pétur inn á sem þá var ofarlega á baugi meðal Íslendinga:

„Þótt margt ljótt hafi orðið uppvíst nú að undanförnu, fer því víðs fjarri, að öll kurl séu komin til grafar. Það er örugglega víst, að hér eru farin að myndast bófafélög, sem stunda margar tegundir glæpa ogþar sem hver sakamaður styður annan með ráð og dáð. Íslenska rannsóknarlögreglan ræður ekki við þennan vanda í dag, þegar af þeirri ástæðu, að hún er of fámenn ennfremur er þörf á sérmenntuðu lögregluliði til þess að fást við þennan lýð.“

Ljóst er að þessi varnaðarorð eiga nokkuð vel við í dag.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband