11.1.2009 | 13:09
Minnismerki um Icesafe
Sumir landa okkar vilja setja upp minnismerki um allt mögulegt og af ýmsu tilefni. Þannig eru styttur mest af einhverjum köllum út um alla Reykjavíkurborg og hefur margt skondið fallið til í umræðunum í því sambandi. Þessi styttudýrkun hófst fyrir fyrir rúmri öld þegar sjálfsmynd af Bertel Thorvaldsen var komið fyrir á Austurvelli. Sjálfsagt hefði styttan mátt vera þar áfram en leyfa styttunni af honum Nonna vera einhvers staðar annars staðar. Þegar styttan af Jónasi Hallgrímssyni hafði verið sett upp, hneyksluðust ýmsir á því að Jónas væri ekki sýndur í beinstífum pressuðum buxum! Þvílíkt hneyksli skrifaði einhver.
Á Hveravöllum er minnismerki um Fjalla-Eyvind og Höllu. Það er mjög táknrænt og sýnir ekki persónur. Grjót og rimlar eru efnið sett saman á mjög myndrænan hátt.
Nú eru afleiðingarnar af þessum Icesafe reikningum bankanna að sliga Íslendinga. Öll umræða samfélagsins snýst orðið að mestu um þessi afglöp. Væri ekki tilvalið að útbúa minnismerki um þessi Ícesafe mistök? Lagt er til að útbúa gínu í íslenska þjóðbúninginn og leggja eins og 50 tonna bjarg ofan á fjallkonuna. Klappa mætti skýrum stöfum orðið ICESAFE á áberandi stað á bjargið. Minnismerki af þessu tagi þyrfti ekki að kosta mikið, aðallega væri flutningur á bjarginu og að koma því fyrir.
Spurning væri að koma þessu minnismerki framan við breska sendiráðið enda færi vel á því. En það myndu ekki margir rekast á það þar.
Þá er Austurvöllur að koma bjarginu framan við dyrnar á Alþingishúsinu? Kannski hentar það ekki því okkur veitir sennilega ekki af Vellinum til að mótmæla ríkisstjórninni næstu vikurnar og jafnvel mánuði því hún vill ekki ljá máls á að neinn beri ábyrgð á vitfirringunni og ekki verði kosið í vor.
Því mætti þess vegna koma þessu minnismerki fyrir framan gamla tukthúsið, sjálft Stjórnarráðið milli styttanna af Hannesi Hafstein og Kristjáni níunda (sem sumir útlendingar undrast mjög, er þetta ekki bréfberi? spyrja sumir). Færi vel á því að ráðherrar þyrftu að taka á sig smákrók þá þeir ættu leið í Stjórnarráðshúsið.
Þessari hugmynd er komið á framfæri hér með.
Mosi
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.