Davíð er dýr!

Gervigóðærið sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kom á með byggingu Kárahnjúkavirkjunar leggst með fullum þunga á okkur Íslendinga. Allt skynsamlegt fólk vissi um þetta og hafði VG varað við þesari framkvæmd á sínum tíma af þessum ástæðum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur kveðið úr um að þessi aðvörun átti við rök að styðjast: Kárahnjúkavirkjun var of stór framkvæmd fyrir örsmáa hagkerfið íslenska.

Útgerðin og ferðaþjónusta átti við mjög erfið ár að etja vegna allt of hás gengis. Á síðasta ári er greinilegt að bnkarnir tóku afstöðu með bröskurunum gegn krónunni. Ferðaþjónustan og útgerðin bar allt of lítið úr býtum og fengu of lítið fyrir gjaldeyrinn sem þeir fengu sem greiðslur fyrir seldar vörur og þjónustu.

Nú hafa stýrivextir verið með þeim hæstu í Evrópu um allmörg ár og jafnvel heiminum öllum. Fyrirtæki landsins hafa lent í gríðarlegum erfiðleikum mörg hver. Það fjarar hratt undan fjárhag þeirra og einstaklinga. Fjöldagjaldþrot eru fyrirsjáanleg.

Á öllu þessu ber Davíð Oddsson fulla ábyrgð! Davíð er dýr!

Mætum sem flest á friðsaman mótmælafund í dag!

Mosi

 


mbl.is Fyrirtæki hanga í snöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hættum þessum skollaleik - viðurkennum að þenslan var búin til á suðvesturhorninu-fór þar fram-fólkið þar "naut" hennar en nú "þurfum" við öll að bera hana sameignlega eða hvað? Þessi tugga um framkvæmdir á landsbygðinni sem orsakavald stenst ekki skoðun. AGS kemst að sinni niðurstöðu á sínum pólitíksu forsendum þar sem hann vill ekki viðukenna að óheft einkavæðing og frelsisvæðing fjármagns geti leitt til ófarnaðar. Bið þig annars vel að lifa. Sjá meira á http://blogg.visir.is/rein60hard/

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 11:53

2 identicon

Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun að halda því fram að Kárahnúkavirkjun sé orsök alls vanda og ófara í þjóðfélaginu.  Þetta er þó framkvæmd sem stendur fyrir sínu og skapar störf og miklar tekjur á viðkomandi svæði. Það er þetta brask með sápukúlur og seljandi sjálfum sér til og frá  einhver hugsuð verðmæti sem ekkert stendur svo á bakvið sem mesta sök á á því hvernig fór. Hvaða vit var í að keppast við að byggja  öll þessi hús sem engin markaður var fyrir að sinni. Meira að segja fyrir hrunið voru að því er sagt var margir hektarar af ónotuðu verslunar og iðnaðarhúsnæði á Reykjavíkursvæðinu. Svo er alltaf sagt að allt fari til fjandans ef eitthvað er framkvæmt á landsbyggðinni.

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 16:46

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mikil léttúð fylgdi þessari ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Varað var mjög mikið við of mikilli þenslu og ofhitnun hagkerfisins.

Með Kárahnjúkavirkjuninni kom mjög mikið fjármagnsstreymi til landsins og auk þess var gríðarleg bjartsýni sem ekki átti við nein rök né forsendur að byggja. Svo komu þessi „Jöklabréf“ og „Icesafe“ reikningarnir sem ekki var til að bæta ástandið með allt of háum stýrivöxtum.

Allt fór þetta á versta veg og við sitjum uppi með verstu vandræði síðan fyrir stríð, stjórnvöld ekki undanskilin sem sváfu á verðinum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.1.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband