10.1.2009 | 11:32
Davíð er dýr!
Gervigóðærið sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kom á með byggingu Kárahnjúkavirkjunar leggst með fullum þunga á okkur Íslendinga. Allt skynsamlegt fólk vissi um þetta og hafði VG varað við þesari framkvæmd á sínum tíma af þessum ástæðum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur kveðið úr um að þessi aðvörun átti við rök að styðjast: Kárahnjúkavirkjun var of stór framkvæmd fyrir örsmáa hagkerfið íslenska.
Útgerðin og ferðaþjónusta átti við mjög erfið ár að etja vegna allt of hás gengis. Á síðasta ári er greinilegt að bnkarnir tóku afstöðu með bröskurunum gegn krónunni. Ferðaþjónustan og útgerðin bar allt of lítið úr býtum og fengu of lítið fyrir gjaldeyrinn sem þeir fengu sem greiðslur fyrir seldar vörur og þjónustu.
Nú hafa stýrivextir verið með þeim hæstu í Evrópu um allmörg ár og jafnvel heiminum öllum. Fyrirtæki landsins hafa lent í gríðarlegum erfiðleikum mörg hver. Það fjarar hratt undan fjárhag þeirra og einstaklinga. Fjöldagjaldþrot eru fyrirsjáanleg.
Á öllu þessu ber Davíð Oddsson fulla ábyrgð! Davíð er dýr!
Mætum sem flest á friðsaman mótmælafund í dag!
Mosi
Fyrirtæki hanga í snöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hættum þessum skollaleik - viðurkennum að þenslan var búin til á suðvesturhorninu-fór þar fram-fólkið þar "naut" hennar en nú "þurfum" við öll að bera hana sameignlega eða hvað? Þessi tugga um framkvæmdir á landsbygðinni sem orsakavald stenst ekki skoðun. AGS kemst að sinni niðurstöðu á sínum pólitíksu forsendum þar sem hann vill ekki viðukenna að óheft einkavæðing og frelsisvæðing fjármagns geti leitt til ófarnaðar. Bið þig annars vel að lifa. Sjá meira á http://blogg.visir.is/rein60hard/
Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 11:53
Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun að halda því fram að Kárahnúkavirkjun sé orsök alls vanda og ófara í þjóðfélaginu. Þetta er þó framkvæmd sem stendur fyrir sínu og skapar störf og miklar tekjur á viðkomandi svæði. Það er þetta brask með sápukúlur og seljandi sjálfum sér til og frá einhver hugsuð verðmæti sem ekkert stendur svo á bakvið sem mesta sök á á því hvernig fór. Hvaða vit var í að keppast við að byggja öll þessi hús sem engin markaður var fyrir að sinni. Meira að segja fyrir hrunið voru að því er sagt var margir hektarar af ónotuðu verslunar og iðnaðarhúsnæði á Reykjavíkursvæðinu. Svo er alltaf sagt að allt fari til fjandans ef eitthvað er framkvæmt á landsbyggðinni.
Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 16:46
Mikil léttúð fylgdi þessari ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Varað var mjög mikið við of mikilli þenslu og ofhitnun hagkerfisins.
Með Kárahnjúkavirkjuninni kom mjög mikið fjármagnsstreymi til landsins og auk þess var gríðarleg bjartsýni sem ekki átti við nein rök né forsendur að byggja. Svo komu þessi „Jöklabréf“ og „Icesafe“ reikningarnir sem ekki var til að bæta ástandið með allt of háum stýrivöxtum.
Allt fór þetta á versta veg og við sitjum uppi með verstu vandræði síðan fyrir stríð, stjórnvöld ekki undanskilin sem sváfu á verðinum.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.1.2009 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.