9.1.2009 | 11:57
Eftirminnilegt kvöld
Í gær var góður heimilisvinur hjá okkur í heimsókn og þá bar eðlilega margt á góma það sem efst er á baugi. Um morguninn fór fram útför Freysteins Sigurðssonar jarðfræðings, mikils öðlings og óvenju gáfumanns. Rifjaði gestur okkar samskipti sín við hann og var þar margt mjög óvenjulegt og broslegt sem þeir félagar brölluðu. T.d. lentu þeir í því sem ungir stúdentar að lenda út af veginum við brúna yfir Bægisá í Eyjafirði. Voru þeir stálheppnir að verða ekki fyrir líkamstjóni eða dauða en þeir voru á leið suður í jeppa eftir rannsóknarleiðangur á vegum Orkustofnunar.
Sjálfur minnist eg Freysteins á fundum Skógræktarfélags Íslands, Ferðafélags Íslands, Hins ísl. náttúrufræðifélags og ekki síst Landverndar. Fyrir nokkrum árum var aðalfundur Landverndar haldinn á Hellissandi og í langferðabifreiðinni sagði Freysteinn okkur frá á sinn skemmtilega og eftirminnilega hátt frá lábörðu fjörugrjóti neðst í hlíðum Akrafjalls, rétt við norðurop Hvalfjarðarganganna, leifum af hval sem fannst í malarnámu norðan í sama fjalli og bylgjunum á veginum um mýrarnar þar norðar. Kvað Freysteinn að þarna væri versta sjólag á þjóðvegakerfi landsins og útskýrði jarðlögin þar undir og sögu vegagerðar. Þegar kom vestur í Melasveit sagði hann frá jökulgörðunum sem þar má sjá. Kvaðhann jarðfræðinga lengi vel hafa verið mjög ósátta hvaðan þeir garðar væru upprunnir, úr Borgarfirði eða Hvalfirði. Þegar efnarannsóknir höfðu verið framkvæmdar af fjölda sýna kom í ljós að allir höfðu haft á réttu að standa því þarna höfðu komið skriðjöklar nánast úr flestum áttum og hrært þessum mikla efnivið í garðana. Féllust þá jarðfræðingar landsins í faðma!
Góðar minningar eru tengdar nafni Freysteins en hann var afburða höfundur texta. Ber t.d. Árbók Ferðafélags Íslands 2004 um Borgarfjarðardali vitni um bæði mikla þekkingu og frásagnartækni Freysteins. Allt varð eftirminnilegt í sögum hans og verður lengi í minnum.
Þá ræddum við mikið saman um stríðið sem nú geysar fyrir botni Miðjarðarhafsins. Minntumst við hjónin á gönguferð yfir Arnarvatnsheiði fyrir um 20 árum. Þá var Úrsúla konan mín leiðsögumaður á vegum Arinbjarnar Jóhannssonar ferðaþjónustubónda á Brekkulæk með þýskumælandi ferðamenn. Var farið frá Húsafelli um Surtshelli, Álftakrók, Fljótsdrög, Lónaborg og áfram norður í Miðfjörð. Þar sem hópurinn var ekki fullskipaður fékk eg leyfi að fara með og var það að mörgu leyti heppilegt því með í för var Ísraeli nokkur. Hann var mjög stæðilegur á besta aldri og starfaði sem öryggisvörður í sendiráði Ísraels í einu landi Evrópu. Hann var í fyrstu mjög tortrygginn að vera innan um hóp tómra Þjóðverja og einungis eins Íslendings! Hvergi var sími í einföldum skálunum á Heiðinni en fyrir honum var lagt að hringja daglega og láta vita af sér. Eðlilega varð honum brugðið en brátt varð hann heillaður af fegurð, friðsæld og kyrrð náttúrunnar. Átti hann vart orð í eigu sinni hversu við Íslendingar værum auðugir af öllu þessu góða vatni sem streymdi án afláts engum að gagni. Í gestabókina að Brekkulæk hjá Arinbirni ritaði hann einhverja þá fegurstu færslu sem eg hefi lesið. Þessi maður frá þessu fjarlæga landi hvatti okkur eindregið að standa vörð um þetta fagra og óspillta land og sparaði hvergi aðdáun sína á hversu landið er bæði fagurt og íbúar vinsamlegir. Sjaldan hefi eg að leiðarlokum hitt jafn heillaðan ferðamann og þennan öryggisvörð sem hafði alið mestan sinn aldur við ótta og tortryggni í sínu nánasta umhverfi.
Það mættu fleiri en íslenskir jarðfræðingar fallast í faðma og sýna í verki að við viljum öll gjarnan lifa í friðsamari veröld. En við þurfum auðvitað að sýna trú okkar og von í verkunum okkar!
Mosi
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í Melasveitinni þurfti bara eina auka loftmynt til að sannfærra Guttorm og Freystein. Og gera ritgerðina mína að steypu. Soc transit gloria . . .
Þórólfur H. Hafstað (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 22:39
Leitt að heyra að öll vinnan þín hafi fyrir vikið verið unnin fyrir gýg.
Guðjón Sigþór Jensson, 12.1.2009 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.