8.1.2009 | 18:03
Ríkisstjórnin er ekki með réttu ráði
Hugmynd Guðlaugs Þórs ber með sér að hafa verið unnin á handahlaupum og illa undirbúin. Að spara á þennan hátt hefði aldrei gengið upp í frjálsu samfélagi.Leita þarf sennilega til blómatíma Kommúninstaflokks Ráðstjórnarríkjanna til að finna einhverjar hliðstæður. Óskandi er að sem fæstir og helst enginn sakni þess þjóðskipulags.
Spurning er hvort ekki væri hugsandi að fá lánuð hermdarverkalögin hjá Gordon Brown og setja þau á Guðlaug Þór. Lög þessi er sögð fremur lítið notuð og að sögn hafi í raun einungis einu sinni reynt á þau: að koma ríkisstjórninni á Íslandi í skilning um að Bretar vildu gjarnan hafa tal af ráðamönnum til að ræða alvarlega stöðu í fjárhagsmálum vegna þessara Icesafe-reikninga.
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að afnema siðareglur í fasteignasölu. Hvað verður næst? Verða læknar, lögfræðingar, prestar og aðrar starfsstéttir einnig leystar undan siðareglum? Ríkisstjórnin er gjörsamlega úr takti við alla skynsemi og það er ekki aðeins Guðlaugur Þór sem ber að segja af: Öll ríkisstjórnin á að segja af því hún hefur verið steinsofandi undanfarið ár þegar allt hefur verið að fara í kaldakol. Ríkisstjornin er gjörsamlega rúin trausti og hennar vitjunartími er fyrir löngu runninn upp.
Mosi
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað ertu nú að bulla Mosi minn? Stuðningur við ríkisstjórnna vex dagvöxtum. Ertu hættur að lesa blöðin?
Baldur Hermannsson, 9.1.2009 kl. 04:26
Nei aldeilis ekki. En ekki eru þessar skoðanakannanir sérlega nákvæmar og því óraunhæft að draga of umfangsmiklar ályktanir af þeim. En ríkisstjórnin er og verður óvinsæl.
Nú eru meira en 3 mánuðir liðnir frá því að Íslendingar voru stimplaðir hermdarverkamenn af Bretum. Ekki heyrist hvorki hósti né stuni frá íslenskum ráðmönnum. Þeir vita auðvitað upp á sig skömmina því Gordon Brown beitti hermdarverkalögunum daginn eftir setningu neyðarlaga Geirs Haarde 6.10.
Augljóst er að þetta var eina leiðin til að knýja Geir og félaga að samningaborðinu. Davíð hafði jú verið að gaspra nokkrum dögum fyrr að við borgum ekki fyrir óreiðumenn!
Það reyndist okkur verða dýrt spaug. Þessi lagasetning var Bretum auðvitað tilefni að halda rétti sínum til streytu og beita öllum þeim ráðum sem þeir höfðu yfir að ráða. Því miður fyrir okkur því skaðinn varð miklu umfangsmeiri og alvarlegri en ef eðlilegar samningaviðræður hefðu verið teknar upp við Breta. Kannski að þeir hefðu átt fyrst að hóta áður en hermdarverkalögunum var beitt en þeir vildu ekki verða fyrir meira tjóni en þeir töldu sig þegar hafa orðið fyrir. Kannski að málakunnáttu íslenskra ráðmanna sem málið varðar hafi verið verulega áfátt og þeir einfaldlega ekki viljað skynja hversu staðan væri alvarleg og að öll spjót beindust gegn Íslendingum. Þar stóð íslenska ríkisstjórnin sig sérlega mjög illa.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 9.1.2009 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.