8.1.2009 | 13:17
Mesta stjórnmálaviðrini landsins?
Guðlaugur Þór er einstakur klaufi. Honum hefur ævinlega fylgt mikill bægslagangur og stórar fullyrðingar. Núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn með Samfylkingu hefur gert þennan klaufa að ráðherra þá hefst hann handa við að rústa heilbrigðiskerfi landsins.
Verkin tala:
Þegar Guðlaugur Þór var í borgarstjórn gekk mikið á í áróðri hans vegna Línu-Net. Nú heyrist hvorki hósti né stuna um það mál. Hverju skyldi það sæta? Jú það skyldi þó ekki vera að sú framkvæmd hafi skilað margföldum kostnaði aftur til baka í sjóði Orkuveitunnar?
Síðan Guðlaugur Þór settist á þing hefur hans uppáhaldsmál verið að veita matvöruverslunum landsins rétt að selja brennivín og bjór. Að vísu léttvín og bjór svo réttar og nákvæmar sé að orði kveðið. Skyldi þessi breyting á verslunarháttum landsmanna vera forgangsmál í huga þessa voðalega ráðherra?
Nú hefur þessi maður lagt fram hugmyndir sínar hvernig hann hyggst bókstaflega rústa heilbrigðiskerfi landsmanna. Við höfum horft upp á nauðungarflutninga eldra fólks á Akureyri þar sem það er drifið út úr rúmunum og ekið í tveggja manna stofur suður í Kristnes. Þetta er sennilega rétt byrjunin á einhverri uppstokkun undir yfirskini hagræðingar.
Nú á að senda starfsfólk nauðungarflutningum langar leiðir ef það vill starfa við hliðstæð störf og verið hefur. Sjúklingar skulu sendir út og suður án þess að það sé spurt. Ætli aðstandendur þeirra sjúklinga sem sendir eru í uppskurð suður í sveitarfélag flokksfélaga Guðlaugs Þórs, Árna Sigfússonar, verði gert auðveldar að heimsækja ættingja og vini?
Þessar hugmyndir eru mjög illa undirbúnar og ætla mætti að heilbrigðisráðherrann hafi dottið niður af þakinu heima hjá sér og orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Undarlegt að svo virðist að þessar hugmyndir hafi ekki verið bornar aðra en innvígða einkavæðingarmenn rétt eins og málið varði enga aðra en þá.
Guðlaugur Þór er klaufi. Hans mestu mistök voru að hasla sér völl í stjórnmálum því þar áhann ekkert erindi. Því miður er hann eins og hvert annað viðrini. Hafa Davíð Oddsson og Geir Haarde fengið samkeppni?
Mosi
Ráðherra segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.