Mesta stjórnmálaviðrini landsins?

Guðlaugur Þór er einstakur klaufi. Honum hefur ævinlega fylgt mikill bægslagangur og stórar fullyrðingar. Núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn með Samfylkingu hefur gert þennan klaufa að ráðherra þá hefst hann handa við að rústa heilbrigðiskerfi landsins.

Verkin tala:

Þegar Guðlaugur Þór var í borgarstjórn gekk mikið á í áróðri hans vegna Línu-Net. Nú heyrist hvorki hósti né stuna um það mál. Hverju skyldi það sæta? Jú það skyldi þó ekki vera að sú framkvæmd hafi skilað margföldum kostnaði aftur til baka í sjóði Orkuveitunnar?

Síðan Guðlaugur Þór settist á þing hefur hans uppáhaldsmál verið að veita matvöruverslunum landsins rétt að selja brennivín og bjór. Að vísu léttvín og bjór svo réttar og nákvæmar sé að orði kveðið. Skyldi þessi breyting á verslunarháttum landsmanna vera  forgangsmál í huga þessa voðalega ráðherra?

Nú hefur þessi maður lagt fram hugmyndir sínar hvernig hann hyggst bókstaflega rústa heilbrigðiskerfi landsmanna. Við höfum horft upp á nauðungarflutninga eldra fólks á Akureyri þar sem það er drifið út úr rúmunum og ekið í tveggja manna stofur suður í Kristnes. Þetta er sennilega rétt byrjunin á einhverri uppstokkun undir yfirskini hagræðingar. 

Nú á að senda starfsfólk nauðungarflutningum langar leiðir ef það vill starfa við hliðstæð störf og verið hefur. Sjúklingar skulu sendir út og suður án þess að það sé spurt. Ætli aðstandendur þeirra sjúklinga sem sendir eru í uppskurð suður í sveitarfélag flokksfélaga Guðlaugs Þórs, Árna Sigfússonar, verði gert auðveldar að heimsækja ættingja og vini?

Þessar hugmyndir eru mjög illa undirbúnar og ætla mætti að heilbrigðisráðherrann hafi dottið niður af þakinu heima hjá sér og orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Undarlegt að svo virðist að þessar hugmyndir hafi ekki verið bornar aðra en innvígða einkavæðingarmenn rétt eins og málið varði enga aðra en þá.

Guðlaugur Þór er klaufi. Hans mestu mistök voru að hasla sér völl í stjórnmálum því þar áhann ekkert erindi. Því miður er hann eins og hvert annað viðrini. Hafa Davíð Oddsson og Geir Haarde fengið samkeppni?

Mosi


mbl.is Ráðherra segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband