8.1.2009 | 11:11
Hvernig fóru menn að hala inn svo miklu fé?
Því miður er traust til aðstandenda þessara fyrirtækja Exista og Kjalar ekki upp á marga fiska.
Þeir hafa bókstaflega kjaftað niður vátryggingafyrirtækið Exista og bjóða öðrum hluthöfum smánarkjör. Fyrir nokkrum árum fékk eg og fjölskylda mín sendar um 1100 krónur í hlutafé. Þá nam gengi félagsins nokkrum tugum króna. Nú er boðið upp á tvo einseyringa fyrir hverja krónu! Það þýðir að hlutur sem var að verðgildi kr.30.000 er kominn í kr.22! Það dugar ekki einu sinni fyrir frímerkinu til að senda okkur kostaboð þeirra athafnarmannanna!
Exista tók við blómlegu búi Brunabótafélagsins sem stofnað var 1905. Það var í nær heila öld rekið með miklum myndarskap af traustum starfsmönnum sem snúa sér ábyggilega í gröfinni ef þeir mættu fá vitneskju um hvernig komið er fyrir félaginu. Fyrir hagnaðinn af félaginu var tækjabúnaður Slökkviliðsins í Reykjavík mjög efldur og er meira að segja fullyrt að rekstur þess hafi að verulegu leyti kostað af félaginu. Nú virðist allt þetta mikla stofnfé hafa ratað í önnur verkefni í vasa auðmanna. Í eftirtöldum færslum má lesa nánar um viðhorf undirritaðs:
http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/765638/
http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/763008
Nú munu skattayfirvöld hafa hafið könnun á umsvifum auðmanna með undanskot hagnaðar frá skatti í huga. Væntanlega kemur sitt hvað í ljós enda er þessa gríðarlega eignasöfnun sjúkleg. Gunnar Dal heimspekingur og skáld vill meina að vissu marki hefur mannshugurinn stjórn á sínum peningamálum. En þegar skuldlausar eignir fara að nálgast 50-100 milljónir gerist það að þá hafa mennirnir ekki stjórn á peningunum heldur verður n.k. stjórnarbylting í huga viðkomandi: allt í einu eru það peningarnir, auðurinn sem tekur völdin og fer að stýra öllu því sem viðkomandi tekur sér fyrir hendur. Þá verða menn hinir verstu aurapúkar og svífast jafnvel einskis, aðeins er hugsað að afla meira fjár þó enginn tilgangur sé með því annar en að auðgast enn meir.
Gamalt þýskt máltæki segir: Das letzte Hemd hat keine Taschen. Því má snara á okkar tungu: Líkklæðin hafa enga vasa. Við eigum gamalt og gott orðatiltækium svipaða hugsun: Margur verður af aurum api.
Mosi
Eiga 650 m. evra inni hjá gamla Kaupþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 243409
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar að forstjóri V.R, Þ. Eyjólfsson, eiginkona hans og börnin þeirra sem eru stjórnarformenn í Bakkavör og Excista fljúga reglulega til Zurich í Swiss, mörgum sinnum á mörg ár í röð þarf nú ekki langan tíma til að reikna út hvaðan peningarnir koma og hvert þeir hafa farið
S.R (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 11:21
Nú mætti skrá sem mest af svona upplýsingum.
Þegar eg flaug síðast með Flugleiðum var athyglisvert hve þetta Sagaklass var autt. Nú skammast þessir herramenn sig e.t.v. að láta sjá sig berast meir á en aðrir.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.1.2009 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.