Óskiljanleg og siðlaus krafa

Þegar neyðarlög Geirs Haarde voru samþykkt í þinginu 6.10. var tilgangurinn að forða bönkunum frá algjöru gjaldþroti. Það tókst ekki betur til en svo að breski forsætisráðherrann beytti Íslendinga hermdarverkalögum enda er með öllu óskiljanlegt hvers vegna ekki höfðu þá þegar verið hafnar viðræður við Breta.

Tilgangurinn Geirs og félaga var sem sagt að reyna að bjarga bönkunum sem ekki tókst betur til en svo. Í lögum þessum er ekki unnt að gera aðrar kröfur í bú bankanna en í innlánsreikninga enda eru forsendur fyrir efndum einhverra samninga gjörsamlega brostnar. Bönkunum verður aldrei gert að inna af hendi efndir við suma samningsaðila sem augljóslega verður á kostnað annarra. Og að krefjast langtumhærra gengis en hið opinbera gengi Seðlabanka er með gjörsamlega órökstutt og siðlaust.

Kröfu þeirra Exista og Kjalarmanna verður því að lýsa þegar bankarnir verða teknir gjaldþrotaskipta ef af verður. Fyrr verður ekki unnt að taka afstöðu til hennar fremur en annarra t.d. hlutafjáreigenda sem að svo stöddu virðast hafa tapað öllu sínu fé, þ. á m. undirritaður sem tapaði andvirði eins jeppa.

Hvers vegna eru forsvarsmenn Exista og Kjalar með þessa kröfu? Þeir eru góðu vanir enda var sá háttur að þeir gátu afgreitt sig að mestu sjálfir í bönkunum með þeim áhrifum og trausti sem þeir höfðu í samfélaginu. Þessir menn hafa halað inn ógrynni fjár á kostnað okkar hinna sem höfðu ekki sömu aðstöðu og áhrif og þeir. Þessir aðilar nutu þess að fá mikið fé og mikil áhrif á tiltölulega auðveldan hátt meðan þorri þjóðarinnar sem vildi eignast hlut í Búnaðarbankanum varð að greiða fyrir sína hluti með beinhörðum peningum. Um Exista er það að segja að stór hluti af því fyrirtæki er Brunabótafélag Íslands sem var elsta starfandi vátryggingafyrirtækið á Íslandi stofnað 1905. Það var alltaf mjög vel rekið en var notað eins og hvert annað tækifæri fjárglæframanna til að auðga sjálfa sig á kostnað annarra.

Því miður er traust til aðstandenda þessara fyrirtækja Exista og Kjalar ekki upp á marga fiska.

Mosi


mbl.is Krafa Kjalars 190 milljörðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband