8.1.2009 | 10:47
Óskiljanleg og siðlaus krafa
Þegar neyðarlög Geirs Haarde voru samþykkt í þinginu 6.10. var tilgangurinn að forða bönkunum frá algjöru gjaldþroti. Það tókst ekki betur til en svo að breski forsætisráðherrann beytti Íslendinga hermdarverkalögum enda er með öllu óskiljanlegt hvers vegna ekki höfðu þá þegar verið hafnar viðræður við Breta.
Tilgangurinn Geirs og félaga var sem sagt að reyna að bjarga bönkunum sem ekki tókst betur til en svo. Í lögum þessum er ekki unnt að gera aðrar kröfur í bú bankanna en í innlánsreikninga enda eru forsendur fyrir efndum einhverra samninga gjörsamlega brostnar. Bönkunum verður aldrei gert að inna af hendi efndir við suma samningsaðila sem augljóslega verður á kostnað annarra. Og að krefjast langtumhærra gengis en hið opinbera gengi Seðlabanka er með gjörsamlega órökstutt og siðlaust.
Kröfu þeirra Exista og Kjalarmanna verður því að lýsa þegar bankarnir verða teknir gjaldþrotaskipta ef af verður. Fyrr verður ekki unnt að taka afstöðu til hennar fremur en annarra t.d. hlutafjáreigenda sem að svo stöddu virðast hafa tapað öllu sínu fé, þ. á m. undirritaður sem tapaði andvirði eins jeppa.
Hvers vegna eru forsvarsmenn Exista og Kjalar með þessa kröfu? Þeir eru góðu vanir enda var sá háttur að þeir gátu afgreitt sig að mestu sjálfir í bönkunum með þeim áhrifum og trausti sem þeir höfðu í samfélaginu. Þessir menn hafa halað inn ógrynni fjár á kostnað okkar hinna sem höfðu ekki sömu aðstöðu og áhrif og þeir. Þessir aðilar nutu þess að fá mikið fé og mikil áhrif á tiltölulega auðveldan hátt meðan þorri þjóðarinnar sem vildi eignast hlut í Búnaðarbankanum varð að greiða fyrir sína hluti með beinhörðum peningum. Um Exista er það að segja að stór hluti af því fyrirtæki er Brunabótafélag Íslands sem var elsta starfandi vátryggingafyrirtækið á Íslandi stofnað 1905. Það var alltaf mjög vel rekið en var notað eins og hvert annað tækifæri fjárglæframanna til að auðga sjálfa sig á kostnað annarra.
Því miður er traust til aðstandenda þessara fyrirtækja Exista og Kjalar ekki upp á marga fiska.
Mosi
Krafa Kjalars 190 milljörðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.