Gönguferðir á jóladögunum

Í gær, jóladag, gekk Mosi með fjölskyldu sinni frá meginþéttbýlinu í Mosfellsbæ upp á svonefnda Ása norðavestan við Helgafell og áleiðis inn í Mosfellsdal. Allkröftug vestanátt var og dálítið svalt. En við vorum vel búin. Héldum til baka um Skammadalsskarð þar sem við rákumst á nokkur útigönguhross sem virtust una hag sínum sæmilega. Þó var greinilegt að þau söknuðu samneytis við eigendur sína og að komast í hús og betra fóður. Þá gengum við um skóginn við Reykjalund sem er virkilega orðinn bæði vel vaxinn og flottur. Sennilega eru hæstu grenitrén að nálgast 20 metrana. Þá gengum við niður með Varmá um gamla Álafoss. Alls vorum við um 3 tíma á göngu þessari.

Í dag ókum við í gamla bílnum okkar upp að Mógilsá við Esjurætur. Gengum um svonefnda Löngubrekku um skóginn og dálítið upp fyrir hann. Til baka um Trjásafnið og að bílastæðinu.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir.

Mosi


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hinrik VIII

Voru hrossin með óvenjumikla skitu? Ef svo er þá gæti verið að þau hafi þjáðst af salmonellusýkingu. Hún er grafalvarleg. Ég hef aldrei fengið salmonellu en margoft fengið niðurgang svo ég veit fyrir víst að slíkt er ekkert til að gera grín að. Ég legg það ekki í vana minn að hafa áhyggjur af hrossum með skitu en nú fyrst mbl.is er farið að gera það þá verður maður víst að vera á varðbergi fyrir slíku.

En annars ættir þú að setja tímastimpil á myndirnar svo maður trúi því nú að þú hafir gengið þetta. Margir hér á moggablogginu kappkosta við að ljúga upp á sig hinum ótrúlegustu göngutúrum.

Hinrik VIII, 28.12.2008 kl. 19:52

2 identicon

Ég hef nú aðeins verið að fylgjast með samskiptum ykkar félagana hér í bloggheimum og verð að segja fyrir mitt leiti að þið ættuð nú bara að slíðra sverðin og vera vinir. Ekkert er óskemmtilegra en tilgangslaus rifryldi yfir litlu sem engu og þá sérstaklega á intenretinu það kemur engum til góðs.

Gunnar Guðmundsson sjómaður frá Grindavík (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 19:56

3 Smámynd: Hinrik VIII

Gunnar sjómaður.
Hvaða samskipti ertu að vísa í? Þegar þú skrifar þetta höfum við aldrei svarað hvor öðrum, hvorki í góðu né vondu, heldur aðeins hvor okkar um sig einu sinni hent inn sitthvorri athugasemdinni. Ég þakka Mosa fyrir það.
Ég sé heldur hvergi nein rifrildi. En vissulega er ég sammála því að rifrildi koma engum til góðs. Það þarf ekki að líta lengra en til Afríku til að sjá hvert þau leiða.

Hinrik VIII, 28.12.2008 kl. 20:11

4 identicon

Ég held að þessi Hinrik sé einhvers konar grín-aðgangur. Honum ætti að eyða þegar í stað. Hvar eru stjórnendurnir?

Jón Erlingur (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 00:49

5 Smámynd: Hinrik VIII

Eyða mér? Á þeim forsendum að ég sé grínaðgangur? Það er nú meiri vitleysan, eigum við þá ekki bara að hóa í alla brandarakalla og afhausa þá? Senda leynisveitirnar á spaugstofuna?

Nei Jón minn, ég er enginn grínaðgangur. Hinsvegar er það eins með bloggið mitt og allt annað sem ég tek mér fyrir hendur. Það er fjórir hlutar alvara á móti einum hluta spaugi. Stundum dash af kaldhæðni. 

Hinsvegar finnst mér að það ætti að eyða þér þegar í stað. Eða allaveganna loka á þig rétt nógu lengi til að þú lærir að málfrelsi er fyrir alla, ekki bara takmarkaðan hóp mbl gáfumannabloggara.

Hinrik VIII, 29.12.2008 kl. 03:09

6 identicon

Hvernig stendur eigilega á því að þú talar um þig í þriðju persónu á stundum, en á öðrum beytirðu fyrstu persónu fleirtölu?? Ég skil bara hvorki upp né niður í þessu og byð um skíringar!

Gunnar Guðmundsson sjómaður frá Grindavík (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 05:09

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar sögumaður notar 3. persónu þegar hann segir frá sjálfum sér, er stílbragð sem auðvitað er ekki öllum að skapi. Sr.Friðrik Eggerz notaði þetta stílbragð í sjálfsævisögu sinni „Úr fylgsnum fyrri alda“ og þar á það vissulega ekki vel við. Hann þótti mjög ágjarn og var að fegra söguna. Friðrik er talinn vera fyrirmyndin að sr. Sigvalda í Manni og konu eftir Jón Thoroddsen en það er önnur saga.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 31.12.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband