Enn ein staðfestingin

Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er ábyrg fyrir öllum þeim vandræðum sem Íslendingar hafa ratað í. Þegar tekin var ákvörðun um byggingu þessarar umdeildu Kárahnjúkavirkjunar, var allri gagnrýni ýtt til hliðar enda var ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þessi framkvæmd mjög að skapi enda vel til þess fallin að sópa atkvæðum til sín vegna þingkosninganna 2003. Þann kosningaslag vann ríkisstjórnin enda átti framkvæmd þessi til að koma heilmiklu gervigóðæri í kring hjá Íslendingum. Nú eru þessi Pótemkíntjöld fallin og ískaldur veruleikinn blasir hvarvetna við.

Hrun bankakerfisins með skelfilegum afleiðingum er staðreynd. Bretar og Hollendingar hafa beygt Íslendinga niður í duftið og nú má gegnum íslenska dómstólakerfið hefur stöðugt þurft að lúffa fyrir ítölskum hagsmunum vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar. Þessi framkvæmd var einfaldlega of stór fyrir Ísland.

Við sitjum uppi með þrásetna ríkisstjórn Geirs Haarde sem bæði er reikul ográðvillt. Að auki virðist hún haldin þeim slæma eiginleika að muna ekkert ef það kemur sér að einhverju leyti illa. Minnir hún því einna helst á drykkjumann sem drukkið hefur frá sér allt vit.

Gefum þessari ríkisstjórn því langt nef því hún veit eða má vita hvers vegna svo illa er kimið fyrir okkur Íslendingum. 

Mosi

 


mbl.is Ríkið endurgreiði Impregilo 1,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól, Mosi minn!

Þorsteinn Briem, 25.12.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband