Er forsætisráðherra Íslendinga nátttröll?

Ástæðurnar og forsendurnar að Gordon Brown beitti hryðjuverkalögunum gegn Íslendingum hefur ekki borið jafn skyndilega að og Geir Haarde gefur í skyn. Alla vega í hálft ár eða jafnvel lengur var ljóst að ekki var allt með felldu með rekstur bankanna erlendis. Aðdragandinn að falli þeirra var lengri en Geir vill fullvissa þjóðina. Kolsteypan átti sér augljósar forsendur í ljósi kolrangra ákvarðana og jafnvel léttúðar undir því séríslenska kæruleysi gagnvart að taka á sig ábyrgð: „Þetta reddast“!

Auðvitað átti Geir að taka af skarið og vinna að lausn þessara vandræða einkum vegna Landsbanka í Bretlandi við bresk yfirvöld. En hann virtist ekki hafa viljað hafa sýnt þeim neinn samstarfsvilja og valið leið strútsins að stinga höfðinu í sandinn. Það er auðvitað auðveldara að sýna ábyrgðarleysi og aðgerðarleysi með því að gefa í skyn að haga sér eins og nátttröll.

Fjármálaeftirlitið er síðan misnotað til að gefa út falskt heilbrigðisvottorð að allt sé í besta lagi með bankana og þeir muni spjara sig. Þann 14. ágúst gaf Fjármálaeftirlitið yfirlýsingu þess efnis. Hálfum öðrum mánuði síðar er bankakerfið hrunið - og fall þess er mikið!

Björgunaraðgerðir Geirs Haarde í rústum bankanna miðast fyrst og fremst að bjarga bröskurunum frá frekari vandræðum. Kannski að von hans og trú sé sú að þjóðin verði fljót að gleyma og að þessi braskaralýður komi til með að verða helstu bjargvættir Sjálfstæisflokksins þegar kemur að söfnun í kosningasjóði flokksins um næstu áratugi.

Við þurfum annan hæfari og betri leikara á sviðið í hlutverk forsætisráðherra. Geir má halda áfram að leika nátttröll en fyrir braskarana og Sjálfstæðisflokkinn, en ekki alla þjóðina!

Mosi

 

 

 


mbl.is Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband