Siðblinda

Á kreppuárunum þustu margir íbúar á Norðurlöndunum í skóla til að mennta sig. Meira að segja á Íslandi. Einkennilegt er að stjórnvöld virðast gjörsamlega vera blind fyrir þörf Háskóla Íslands fyrir auknu rekstrarfé þegar kreppir að í þjóðfélaginu. Fyrir nokkrum árum flutti menntamálaráðherranefnan okkar mikla og lofi hlaðna ræðu um gildi aukinnar menntunar og þau markmið að HÍ skyldi verða meðal 100 bestu háskóla heims!

Er það ekki svipað og hjá sumum bændum sem eru með stóð á fjalli. Helst af öllu á að finna alla bestu og vökrustu gæðinga landsins í stóðinu en helst má það ekki kosta nokkurn skapðaðan hlut!

Háskóli Íslands er ekki aðeins menntastofnun heldur einnig n.k. þjónustustofnun fyrir þá sem vilja bæta við þekkingu sína. Ekki síst á krepputímum.

Sjálfstæðismenn virðast vera furðulega oft gjörsamlega blindir á augljósar staðreyndir. Þannig eru í 7 manna stjórn Strætó 5 fulltrúar frá Sjálfstæðisflokknum auk þess sem framkvæmdastjóri/forstjóri mun einnig vera fylgismaður þessa sama flokks! Er það vegna þess að þeir hafa meira vita á rekstri þjónustufyrirtækis en aðrir?

Mosi leyfir sér að hafa fullar efasemdir á slíku.

Um þjónustufyrirtæki og stofnanir gilda önnur sjónarmiðen venjuleg fyrirtæki sem rekin eru með þau markmið að færa eigendum sínum hagnað af rekstrinum. Háskóli Íslands og Strætó verða aldrei rekin á þeim grundvelli.

Mosi


mbl.is Ekki hægt að taka inn nýnema
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband