18.12.2008 | 10:16
Loksins axlar einhver ábyrgð!
Tryggvi Jónsson hefur sýnt gott fordæmi með því að axla ábyrgð. Auðvitað gengur ekki að sá sem hefur verið lykilmaður í mjög miklu viðskiptaveldi, sé ráðinn í mikilvægt og viðkvæmt starf í banka.
Hagsmunaárekstrar geta komið upp og ef minnsti vafi er á, ber mönnum að láta af þeim starfa.
Mættu fleiri meðal æðstu ráðmanna þjóðarinnar taka sér Tryggva sér til fyrirmyndar. Ríkisstjórnin hefur t.d. sýnt af sér ótrúlegt ráðaleysi og vandræðagang sérstaklega gagnvart Bretum. Ríkisstjórnin hefur staðið sig mjög illa við að upplýsa landsmenn um stöðu mála og jafnvel leynt mikilvægum upplýsingum. Hún er á góðri leið að grafa sjálf undan sjálfri sér og á því ekkert gott skilið. Vandinn verður stöðugt meiri eftir því sem tíminn líður. Að sumu leyti má sjá hliðstæður við Kerenski stjórnina rússnesku en þá var stutt í kollsteypuna miklu og þá ógnaröld sem byltingin kallaði á í rússnesku samfélagi.
Við verðum að forðast slíkt!
Hver verður næstur til að axla ábyrgð?
Mosi
Tryggvi hættur í Landsbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Alfreð Símonarson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Andrés Kristjánsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Arnar Pálsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ágúst H Bjarnason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásgeir Eiríksson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir R.
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Björgvin Björgvinsson
- Björgvin Guðmundsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- busblog.is
- Bwahahaha...
- Dagný
- Einar Ólafsson
- Gammur drils
- Guðfríður Lilja
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Petersen
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallvarður Ásgeirsson
- Haraldur Haraldsson
- Heidi Strand
- Helga Auðunsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Þorvaldsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hvíti Riddarinn
- Högni Snær Hauksson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Guð
- Jón Bjarnason
- Jón Halldór Guðmundsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Kaffistofuumræðan
- Karl Tómasson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
- Kristbjörn Árnason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Kristjánsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Morgunblaðið
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ómar Ragnarsson
- Ósk Vilhjálmsdóttir
- Perla
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Sigurður Hreiðar
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurjón Þórðarson
- Steingrímur Helgason
- Svanur Jóhannesson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Theo
- Torfusamtökin
- Trausti Jónsson
- Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
- Úrsúla Jünemann
- Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
- Vefritid
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þorsteinn Briem
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég krefst þess að síðuhaldari segi af sér sem formaður Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar þar sem hann "hlýtur" að teljast ábyrgur fyrir umhverfisslysinu þar í bæ. Allur skríll fjölmenni heim til Guðjónar og krefjist afsagnar. Lokum götunni og leggjum fjölskyldu hans í einelti... Nei fjandinn hafi það. Þetta getur ekki gengið svona.
kristinn (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 10:27
Eini vandinn sem verður stöðugt meiri eru þessir mótmælendur sem vaða uppi með einhverjar ranghugmyndir og yfirgang.
Tryggvi var neyddur til að segja af sér. Hann er ekki að axla ábyrgð á neinu, og þetta með að hann hafi verið einhver lykilmaður í að rústa öllu hefur ekki verið sannað.
Þú er saklaust þar til sekt hefur verið sönnuð.
Nidur, 18.12.2008 kl. 10:28
Ekki er rétt að blanda saman tveim óskyldum málum. Ekki væri t.d. réttlætanlegt að krefjast þess að krefjast afsagnar e-s vegna atvika sem varðar annan vettvang og skiptir ekki máli.
Hvet þig Kristinn að lesa Bréf til Láru eftir Þórberg og láttu mig vita hvað þér finnst um þá ágætu bók.
Á að reka menn t.d. fyrir það að hafa lesið þá bók og tekið undir gagnrýni þá sem þar kemur fram?
Varðandi seinni aths. frá „Nidur“ þá getur vel verið að TJ hafi sagt af sér vegna þeirrar gagnrýni sem hann hefur fengið. En því er ekki að neita að í Kastljósi gærdagsins kom skýrt fram að hann getur tæplega talist hæfur í samræmi við þá lagagrein sem þar var vísað til (52.gr. laga um hlutafélög). E.t.v. hefur hann fengið þrýsting frá sér æðri stjórnvöldum að segja af sér af sjálfsdáðum sem auðvitað fleiri mættu taka til athugunar.
Þá finnst Mosa orðalag frá sama aðila um að „þessir mótmælendur sem vaða uppi með einhverjar ranghugmyndir og yfirgang“ séu ekki sett fram í sanngjarnri umræðu um mesta deilumál samtíðar okkar. Lýðræðið hefur beðið mikla hnekki og þjóðinni stendur ekki á sama. Um þetta snýst deilan milli þrásetumanna oghinna sem vilja sjá breytingar.Og krafa dagsins er að farið sé eftir lögum og menn sem hafa annað hvort ekki hreinan skjöld eða eru í krítískri stöðu axli ábyrgð.
Flóknara er það ekki.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 18.12.2008 kl. 10:45
Ég er nú svo gamall sem á grönum má sjá en skil ekki enn hvernig í því getur falist „að axla ábyrgð“ að stökkva burtu frá störfum sínum og gerðum þegar á móti blæs og segja bara nú er ég hættur og farinn. Mér finnst ábyrgðin felast í því að bæta fyrir og bæta úr því sem misgert var eða vangert.
Í dæmi Tryggva hins vegar er hann svo sem ekki að stökkva frá neinum skammarstrikum að ég best veit og þó ég þekki hann ekki nema lauslega hef ég tilhneigingu til að halda að hann sé í rauninni vænn maður og vilji vel. Hins vegar hefur hann verið ofsóttur vegna tengsla sinna við Baugsarana og er það greinilega enn. Jón Gerald fer þar framarlega í flokki, en þó mér sé vel við Jón Gerald megum við heldur ekki gleyma því að hann dansaði með Baugsurunum meðan hann fékk það sem hann vildi út úr þeim dansi -- það var ekki fyrr en farið var að tala niður til hans og kreppa að honum sem hann fór að sperra sig.
Sigurður Hreiðar, 18.12.2008 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.