Er álverið komið í svipaða stöðu og bankarnir?

Sú var tíðin að launakjör bankamanna gengu út á að fá 13 mánuðinn aukreitis fyrir utan orlof. Þannig fengu bankamenn eiginlega hátt í 14 mánaðarkaup á ári hverju.

Nú gengur reksturinn í Straumsvík vel, framleiðslutækin orðin gömul og sjálfsagt allt skuldlaust og afskriftir lágar eða jafnvel engar. Því er fjármagnskostnaður nánast enginn.

Þá hlaust álbræðslunni umtalsverður hvalreki þegar samningur var gerður fyrir nokkrum misserum við ríkið um endurskoðun á skattgreiðslum til ríkisins. Horfið var frá sérstöku framleiðslugjaldi á hvert framleitt tonn. Hins vegar skilar verksmiðjan skattskýrslu eins og önnur fyrirtæki, greiðir tekju- og eignaskatt ásamt fasteignagjöld til Hafnarfjarðar. Þó eru allar þessar skattgreiðslur um hálfum milljarði lægri miðað við árið en ef upphaflega framleiðslugjaldið væri enn tekjustofn ríkisins.

Það er því góður grundvöllur hjá fyrirtækinu að greiða starfsmönnum aukabónus. Til lukku með það !En við skulum ekki líta á þetta sem n.k. áróðursbragð til að byggja fleiri álbræðslur á Íslandi. Nú er framleiðslan meiri en eftirspurnin og verð á áli fer lækkandi eins og svo margt í kreppunni.

Mosi


mbl.is Kreppubónus hjá Alcan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú reyndar rangt að tækin séu gömul, t.d er skautskálinn aðeins 7 ára gamall og kostaði eitthvað yfir milljarðinn held ég. Í steypuskálanum er ofn  sem var keyptur fyrir um það bil 10 árum ásamt fleiri hlutum og vélum og kostaði jafn mikið og Smáralindin fullsmíðuð, og þar er einnig nýleg tölvustýrð sög sem kostaði einhvern helvítis helling. Nýtt skrifstofuhúsnæði, nýtt mötuneyti og nokkrar aðrar nýjar byggingar. Einnig eru áltökubílar, skautskiptitæki og krabbar ekki það gamlir og kosta þeir nú sitt líka. Verið er að endurnýja allar gólfeiningar í skálum 1 og 2. Ef það er ekki byrjað þá er það næst á dagskrá að skipta út öllum kerum í skálum 1 og 2 og endurnýja alla leiðara. Og margt, margt fleira.

Rio Tinto Alcan (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 18:34

2 identicon

Væri meira nær að segja að tæknin sé gömul en búnaðurinn nýr.

b (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband