Umsvif íslensku bankanna var aðeins 0.5%!

Eigi kemur þessi frétt á óvart.

Nú brást Gordon Brown hinn breski til mjög róttækra ráðstafna gagnvart íslensku bönkunum. Þó er talið að umsvif þeirra hafi einungis numið hálfu prósenti af allri fjármálastarfsemi á vegum erlendra aðila í Bretlandi. Grípur breski Brúnn til sömu ráðstafana og hann beitti gegn íslensku bönkunum? Nú á eftir að koma bresku skikki á 99.5% af umsvifum erlendra banka á Bretlandi. Ekkert heyrist af neinum ráðstöfunum af hálfu Brúns. Kannski hann geti tekið sér í munn orð garpsins þá hann var spurður hví hann hefði höggvið á manninn sem bograði yfir vinnu sinni: „Hann lá svo vel við höggi“. Mun varla vera eins lágkúrulegt mannsmorð hafa verið framið á Íslandi.

Eða var þetta aðeins eins og hvert annað lýðskrum breska forsætisráðherranans til að afla sér aukins fylgis óánægðra vegna kosninga? Margt bendir til að svo hafi verið. Yfirlýsing Brúns um hermdarverk Íslendinga eru með öllu óskiljanleg.

Mosi


mbl.is Langri kreppu spáð í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband