Enn eitt skólabókadæmið

Fyrir 5-6 árum var fjárhagur okkar Íslendinga í mjög góðu jafnvægi. Ríkisskuldir voru fremur lágar, fyrirtæki og stofnanir voru fremur lítið skuldsettar. Þá gerist það að með ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar hefst eitthvað það skelfilegasta framkvæmdaskeið sem einkenndist af allt of mikilli bjartsýnishugsun. Efnt var til gríðarlegra lána erlendis en þá voru lánakjör fremur hagstæð. Þessi lán voru yfirleitt öll til skamms eða með fyrirvörum um hærri vexti ef breytingar yrðu í viðskiptaheiminum.

Við Íslendingar gleymdum okkur bókstaflega í allri framkvæmdagleðinni. Byggingamagnið varð margfalt umfram brýnustu þarfir okkar. Falskur hagvöxtur gaf sumum stjórnmálamönnum tilefni til að fegra ástandið en það reyndist öðru nær. Nú hafa Pótemkíntjöldin fallið og bitur veruleikinn blasir við. Við sitjum uppi með fjárfestingar sem á hvíla glórulausar veðsetningar út um allt land. Í einhverju landi hefðu stjórnmálamönnum sem leyfðu sér að lofa þetta óvenjulega ástand að sýna af sér léttúð jafnvel að vera borið á brýn að komast upp með ómerkilegt lýðskrum til að afla atkvæða fyrir sína flokka.

Í orkuiðnaðinum er allt of mikil bjartsýni rétt eins og með annað hjá okkur. Mikil hætta er á að stóriðjan sæki hingað aðeins meðan við gefum eftir mjög verulega varðandi verð á raforku sem og umhverfisskatta. Ísland er sem stendur n.k. paradís fyrir iðnjörfa sem þurfa að gjalda stórfé fyrir bæði orku og nú á síðustu árum gjald vegna mengandi starfsemi.

Ef Íslendingar legðu umhverfisgjald á mengandi starfsemi stóriðjunnar rétt eins og aðrar þjóðir hafa gert, myndi sú fjárhæð fara langt í að kosta reksturinn á Háskóla Íslands! En ráðamenn hafa bókstaflega reist sér hurðarás um öxl og sýnt af sér mikið kæruleysi gagnvart stóriðjunni. Nú er þessi stefna að koma okkur öllum verulega í koll. Hitaveita Suðurnesja stendur frammi fyrir grafalvarlegum vandræðum þar sem skuldir eru himinháar vegna framkvæmda, afborganir og vextir að verða fyrirtækinu mjög erfið. Hvernig skyldi staðan vera hjá Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur?

Hefði ekki verið betra að hafa borð fyrir báru og doka ögn með framkvæmdir?

Við Íslendingar þurfum hins vegar að leggja meiri áherslu við að hasla okkur völl með orkuútrásina erlendis ekki síður en hér. Við eigum að flytja þessa þekkingu okkar sem mest út en rétt er að fara varlega sem öðru.

Mosi


mbl.is Skuldir úr 12 í 26 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri nafni

Ég held ekki að fólk almennt geri sér ljóst að þetta er allt saman liður í umfangsmeira kerfi. Auðlindir landsins hafa verið skuldsettar og veðsettar til erlendra lánadrottna sem hafa nú gjaldfellt skuldina. Það þýðir á mannamáli að inna skamms mun íslenskur almenningur ekkert hafa um það að segja hvort eða hvar virkjað verður eða á kostnað hvers. Hvort sem það er tilviljun ein þá er óhugguleg staðreynd að alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur víðtæka reynslu af áþekku "arðráni" náttúruauðlinda í þriðja heiminum. Af hverju haldið þið að frjósömustu héruð veraldar séu byggð á þróunarstigi steinaldar og óstjórn og spilling sé í flestum löndum Suður Ameríku?

Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en er hræddastur um að martröðin sé til allrar óhamingju rétt að hefjast.

Hvar var utanríkisráðuneytið þegar bretar gerðu atlögu að Íslandi? Jú á atkvæðaveiðum til öryggisráðsins. Þeir hefðu átt að pakka saman og koma heim til brunavarna en það varð ekki og á meðan brann hér allt til kaldra kola. Ábyrgð utanríkisráðherra?

Upplýsingaveitingar fjármálaráðherra í símtali við kollega sinn voru til skammar. Í fyrstu hélt Darling að hann væri að ræða við viðskiptaráðherran en annað kom á daginn og þetta var í fyrsta sinn sem fjármálaráðherrar ríkjanna ræddu saman með svona líka skelfilegum afleiðingum. Ábyrgð?

Allir vilja Davíð burtu. En hvað gerði hann? Davíð er hugsanlega einn af fáum sem staðið hefur gegn alþjóða gjaldeyrissjóðnum enda er hann engin hjálp. Hins vegar tel ég brýnt að lækka þurfi stýrivexti niður í 5 prósent til að sporna gegn verðbólgunni. Fjármagn mun flýja land með stöðutöku gegn krónunni hvort sem er. Síðan er hægt að taka lán og styrkja krónuna. gegn þessum væntingum en alls ekki fyrr.

Alvarlegir tímar eru framundan hjá íslensku þjóðinni en tækifæri leynast víða bara ekki á þeim vettvangi sem menn kannski óska sér helst.

Ráðamönnum ber ekki skylda til að finna lausnir heldur hlusta á þá fjölmörgu sem hafa lausnir á takteinum og efla hugmyndum þeirra brautargengi.

Að síðustu má ekki láta það gerast að sumar skuldir verði gjaldfelldar en ekki aðrar.

Guðjón Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Heidi Strand

Guðjón, það varð allt vitlaust hér þegar allt lánsfé streymdi inn i hagkerfið í tengslum við Kárahnjúkavirkjun. Ég fylgdist vel með í þessu öllu frá degi frá til dags.

Heidi Strand, 5.11.2008 kl. 19:14

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka góðar athugasemdir.

Varðandi aðgang að landi og orku þá getur verið að það sé´meðal ástæða hve breski forsætisráðherrann gengur hart gegn Íslendingum. Hvað vakir fyrir honum setti eg fram dálitla hugleiðingu, sjá: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/677445

Nú minnir hlutverk seðlabankastjórans orðið einna helst á Ketil skræk í Skugga-Sveini. Þegar hann átti þess kost að taka vandaðri og betur ígrundaðri ákvarðanir þá hefði kannski verið unnt að koma í veg fyrir þessi gríðarlegu þensluáhrif sem vitað var löngu fyrirfram að stafaði af byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Sú ákvörðun var ein sú vitlausasta í allri Íslandssögunni.

En alltaf er gott að vera vitur eftir á, jafnvel þó viðkomandi sé seðlabankastjóri minnsta og aumkunarverðugasta seðlabanka heims.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.11.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband