Forgangsverkefni þingsins

Þegar þetta frumvarp til laga um eftirlaun æðstu stjórnenda íslenska ríkisins var til umfjöllunar á sínum tíma þá var það látið fara þar í gegn með miklum forgangi ef minni mitt bregst ekki. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru erlendis og aðrir ekki viðstaddir. Þetta var með ráðum gert til að mál þetta tefðist ekki „að óþörfu“. Þess var sérstaklega minnst að Steingrímur J. sá sem hefði að öllum líkindum haft mikið málþóf gegn þessum ólögum var fjarri. Frumvarpið rann í gegn þó svo ýmsir væru á móti því. Það er nokkuð broslegt ef einn ráðherran sem þátt átti að samþykkja þetta umdeilda frumvarp er sú sama Siv sem nú virðist hvetja til afnám þess. Gott er til þess að vita að loksins upp ljúkist augu viðkomandi og að Siv vilji nú breytingar.

Þetta frumvarp var sagt vera „klæðskerasniðið“ að þörfum þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins sem þá var að huga að öðrum mikilvægum störfum þar sem hann gæti stýrt flokknum áfram frá öruggu sæti í Seðlabankanum sem hann skipaði nánast sjálfan sig en embætti hans var aldrei auglýst,- því miður. Betra hefði að svo hefði verið og ráðinn góður og slyngur fjármálasérfræðingur í það mikilvæga embætti en ekki stjórnmálamaður. Í Silfri Egils 26. okt.s.l. var mjög gott viðtal við Jóhannes Björn Lúðvíksson sem hefur sýnt af sér að hafa afburða þekkingu eins og best verður á kosið á sviði alþjóðlegrar hagfræði. Hann heldur úti heimasíðu þar sem hann greinir frá rannsóknum sínum. Þar má einnig sjá og lesa bækur sem hann hefur ritað en hann varð þjóðfrægur fyrir um 30 árum fyrir bók sína „Falið vald“. Viðtalið við hann má lesa á heimasíðunni hans: http://www.vald.org/

Jóhannes Björn greinir vandann sem nú er uppi í heiminum og er með hugleiðingar hvernig leysa megi úr. Þessi heimasíða ásamt viðtalinu á Silfri Egils að ógleymdum bókum Jóhannesar ætti að vera skyldulesning og hlustun á Alþingi Íslendinga.

Í þeim þrengingum sem Íslendigar hafa ratað í vegna einstakra mistaka sem fyrst og fremst einn maður öðrum fremur ber ábyrgð á, verður að grípa til róttækra aðgerða. Við þurfum að koma allri þeirri spillingu sem Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Framsóknarflokknum hafa komið fyrir í íslensku samfélagi. Við verðum að gjörbreyta samfélaginu, opna lýðræðið betur og treysta innviði þess. Við verðum að koma í veg fyrir að spilling grasséri eins og krabbamein um þjóðarlíkamann. Við verðum að að skera miskunnarlaust upp og varpa fyrir róða þeirri rótgróinni græðgisvæðingu sem hér hefur fengið að grasséra og spillt gjörsamlega trausti okkar gegn þeim sem stýra landinu og bönkunum.

Langan tíma getur að byggja upp traust.En það er unnt að spilla því á augnabliki. Því miður var róið að feigðarósi. Bjartsýni getur verið mikið böl og sú stjórnarstefna sem verið hefur lungann af þessari öld í landsmálum er sönnun þess.

Mosi


mbl.is Hvað tefur eftirlaunin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 243409

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband