Hluthafafundur í Atorku

Ástæðurnar eru mjög auðskildar: að undanförnu hefur gengi íslenskra hlutafélaga hrunið í bókstaflegri merkingu. Þegar betur er að gáð eru fremur lágar fjárhæðir að baki þessum viðskiptum  á hlutafé Atorku og því mjög óraunhæft verð.

Þetta fyrirtæki er vel rekið og er eiginfjár staða félagsins mjög góð miðað við flest önnur fyrirtæki landsins. Atorka er stærsti hluthafinn í GGE Geysir Green Energy sem aftur á Jarðboranir, eina mestu gullnámu í eigu Íslendinga um þessar mundir. Atorka er auk þess stærsti hluthafinn í Hitaveitu Suðurnesja getgnum GGE sem ekki er í opinberri eigu sem aftur er einn aðal eigandinn að Bláa lóninu sem einnig er ein mesta gullnáma í íslensku atvinnulífi í dag.

Það er því mjög mikilsvert að Atorka dragi sig um stund út úr Kauphöllinni enda ekki neinum hluthafa né þaðan af síður fyrirtækinu til framdráttar að hlutabréf þess gangi kaupum og sölum á smánarkjörum. Í dag eru fjöldi erlendra hákarla sem gjarnan vilja nýta sér neyð smárra hluthafa á Íslandi og kaupa á mjög ódýran hátt. Jafnvel þó hlutir eru smáir þá er það fjöldinn sem kannski skiptir meira máli en magnið. Það væri miður ef Atorka kæmist í hendurnar á aðilum sem vilja nota félagið fremur sem gott viðskiptatækifæri til skyndigróða gegnum aðgang að orkulindum landsins.

Í dag skiptir framtíðin okkur mestu máli. Ljóst er að Íslendingar virðast ekki hafa sérlega mikið viðskiptavit á rekstri banka. Þar erum við eiginlega enn í 1. bekk eins og reynsla undanfarinna vikna sýnir okkur. En á sviði orkumála stöndum við Íslendingar jafnvel framar mörgum öðrum þjóðum. Við höfum náð mjög góðum og umtalsverðum árangri á erlendum vettvangi og meira að segja hagnast töluvert á því. Í nálægt 15 ár hafa Jarðboranir verið með verkefni á Azoreyjum og náð mun betri árangri en önnur fyrirtæki, m.a.vegna hliðstæðra aðstæðna eins og við þekkjum á Íslandi. Á Azoreyjum eru jarðlög laus rétt eins og við þekkjum enda eyjarnar á virku eldfjallasvæði. Er nú svo komið að ráðamenn þar vilja helst ekki ræða við aðra aðila en Jarðboranir um áframhaldandi verkefni þar syðra.

Víða um heim er mikill jarðhiti. Sjálfur var eg í síðasta mánuði austur á Kamtsjatka í austur Síberíu. Þar er gríðarlega mikill jarðhiti með ótal mörgum möguleikum. Hann er ekki nema að örlitlu leyti nýttur í þágu íbúa þar eystra og atvinnustarfsemi. Þar væri unnt að hefja þegar mjög mikla og arðvæna starfsemi á mörgum sviðum. Kamtsjatka er mjög fagurt land þar sem ferðaþjónusta gæti t.d. blómstrað. Náttúran mjög sérstæð og fögur. En fjarlægðin er umtalsverð, um 9 tíma flug er þangað frá Mosku til höfuðborgarinnar Petropavlosk þar sem íbúar eru um kvartmilljón.

Þá eru mörg verkefni sem bókstaflega kalla á okkur. Í suður Þýskalandi eru þegar hafnar framkvæmdir á vegum dótturfyrirtækis Jarðborana: Hecla Energy. Nú hefur fyrsta borholan verið boruð og þó ýmsir erfiðleikar hafi komið upp, t.d. öðru vísi berg en við þekkjum á Íslandi og á Azoreyjum þá lofar árangurinn sem fengist hefur góðu.

Við megum aldrei missa sjónar af þeim markmiðum sem við stefnum að en við verðum að undirbúa þessa útrás sem vandlegast þannig að ekki fari illa eins og með bankana okkar.

Mosi


mbl.is Samþykkja afskráningu Atorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í ræðu sinni á hluthafafundi Atorku þá talaði Þorsteinn um að nú væri best að pakka í vörn en ég get ekki verið meira ósammála. Leikmönnum á vellinum hefur vissulega  fækkað en það gefur bara meira svigrúm svo framarlega sem allur völlurinn er nýttur í stað þess að húka inn í eigin vítateig og gera sjálfsmörk.

Það er meira seðlamagn í umferð núna en nokkurn tíma áður af því að fólk treystir ekki bönkunum og er með fjárhæðir undir koddanum hjá sér. Ef Atorka hefði dug í sér að vera í Kauphöllinni og gæti sýnt fram á þann traustleika sem Þorsteinn telur að Atorka búi yfir þá mundi almenningur vilja fjárfesta í Atorku þó svo að verðið rokki eitthvað til og frá í kauphöllinni vegna brunaútsölu einhverra eða voru bara einhverjir að fíflast með að selja þessi 12000 bréf á genginu 0,8?

Það er ekki einsog Atorka sé að spila varnarleik heldur hafa stóru strákarnir flúið rigninguna tekið boltann og hlaupið heim til mömmu og ætli að spila tölvuleik niðri í kjallara án þess að leyfa neinum að fylgjast með. Það má því á næstunni búast við fleiri gjörningum líkum þeim sem var þann 9. september þegar skipti var á hlutabréfum við Glitni uppá 1,5 miljarð. Gjörningur sem erfitt er að sjá hvernig fellur að þeirri fjárfestingarstefnu talað er um á heimsíðu Atorku.

Talandi um varnarleik þá eru varnarmenn mun ódýrari í rekstri en sóknarmenn þannig að eitthvað má núna klípa af þessum 9 M sem forstjóri Atorku er með í laun á mánuði.

Grímur Kjartansson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Á þessum hluthafafundi í Atorku kom eg í pontu og kvað rétt að svo stöddu að draga fyrirtækið út úr Kauphöllinni enda er ástandsið eins og er mjög óeðlilegt í alla staði. Þess má geta að mjög mikil lækkun hefur verið um allan heim. Nú er eg nýkominn frá Þýskalandi þar sem eg varð áskynja um gríðarlegt vedrðfall á sumum hlutabréfum. Þannig lækkaði bréf Í Volkswagen um næstum því 100% en s.l. föstudag hækkuðu þau aftur um 500%! Þetta er óeðlilegt í alla staði og þegar um er að ræða mjög lágar fjárhæðir þá getur þetta lága markaðsverð sem verið hefur ekki verið í neinu samræmi við raunvirði fyrirtækisins.

Þýskir bankar hafa lækkað umtalsvert eða um 70-80% síðasta árið. Lánsfjármat Fitsch hefur lækkað suma þeirra niður í C eða jafnvel D en svo virtist eins og allt ætlaði af göflunum að ganga þegar íslensku bankarnir fóru úr A í B.

Á hluthafafundinum hvatti eg félagsstjórnina til sóknar, rétt eins og í skákinni: Sókn reynist oft besti varnarleikurinn. Sagði ögn frá ferð minni austur til Kamtsjatka þar sem eru gjósandi eldfjöll og vellandi hverir. Þarna er eitt mesta jarðvarmasvæði heims og íslensk reynsla væri þar ábyggilega mjög kærkomin. Við Íslendingarnir komum til gamlas gufuorkuvers sem einungis framleiðir 50 MW, hálfgerður kettlingur í augum okkar Íslendinganna. Þarna er verið að ígrunda að bæta orkuöflunina en e-ð vefst þetta af einhvrejum ástæðum fyrir Rússum. Við hefðum öll skilyrði að koma með tæki okkar og fagmernn og bora eftir að aðstæður hefðu verið kannaðar betur.

Á Kamtsjatka eru gríðarlegir möguleikar, þessi skagi sem er á stærð við Skandinavíu er mjög strjálbýll, ferðaþjónusta er algjörlega á byrjunarreit en náttúrufegurð gríðarleg.

Í rekstri fyrirtækis skiptir okkur hluthafana meira máli hvernig fyrirtækinu vegnar eftir 10 ár fremur en hvernig því er stjórnað frá degi til dags. Íslensku bankarnir skiluðu gríðarlegum gróða - en hann var fyrst og fremst bókhaldslegur án þess að verðmæti væru næg til að reka þá áfram gegnum þær þrengingar sem þeir hafa lent í.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.11.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 243410

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband