Napóléon og Davíð Oddsson

Þegar Napóléon missti völd í Frakklandi eftir stormasama stjórnartíð var hann sendur til eyjarinnar Elbu. Þangað fóru nánustu vinir hans. Þegar sigurvegurunum kom ekki almennilega saman, lét Napóléon húskarla sína róa með sig í land. Brátt safnaðist að honum leifarnar af franska stjórnarhernum og hyllti fornan foringja sinn. Svo fór að Napóléon varð undan að síga og var handtekinn af Bretum. Ekki tóku Bretar neina áhættu að eiga von á að Napóleon hæfist enn á ný til valda. Tóku þeir til ráðs eins og kunnugt er að senda herskip með hann til einnar þeirrar einangruðustu eyju sem fyrir finnst á jörðinni, St. Helena á suður Atlantshafi.

Nú höfum við Íslendingar setið uppi með nokkurs konar Napóléon. Hann hefur ráðið nánast öllu sem lífsanda dregur á Íslandi og þykir mörgum orðið valdagleði hans enn vera nokkur.

Spurning er hvort ekki verði að gera hann sem næst valdalausan með því að koma honum fyrir á einhverri eyju. Spurning er hvort einhver eyja innan íslensku landhelginnar myndi ekki duga? Á Breiðafirði eru hátt í 3.000 eyjar og sker. Þar mætti koma kappanum fyrir þar sem hann gæti dundað sér við ásamt tryggustu vinum sínum að kljúfa rekavið á vetrum en sinna hrognkelsaveiðum og æðarvarpi á vorin? Varla gæti hann orðið samfélaginu meira að tjóni þar en í Seðlabankanum. Og sjálfsagt gætu nánustu og dyggustu vinir hans fylgt honum í útlegðina, Hannes Hólmsteinn og Kjartan Gunnarsson. Hvort eyjan heitir Hrappsey, Stagley eða Svefneyjar ætti einu að gilda. Þá má einnig huga að Rauðasandi þar sem Kjartan hefur lagt undir veraldlegt veldi sitt og væri það ágætur kostur ef um semst. En ekki væri vænlegt að setja hann niður í Flatey enda myndi byggð þar sennilega að mestu leyti leggjast af við nálægð slíks stórveldis sem Davíð er. Það má ekki verða.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Eitthvað minnist ég þess að oggulítil eyja við Ísland heiti "Geirfuglasker".  Hún er örugglega ekki eins stór og St. Helena en við erum auðvitað ekki stórþjóð eins og Frakkar og stærð eyjunnar þá eðlileg miðað við höfðatölu

Máni Ragnar Svansson, 15.10.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður væri þessu sammála ef það leisti einhvern vanda/en gerist það???Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.10.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Surtsey! Nafnið líka við hæfi!

Þorsteinn Siglaugsson, 16.10.2008 kl. 00:02

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ísland er í raun að verða "eyja" í úthafinu eins og þú ert að benda á og á henni býr heil þjóð sem er að einangrast með hraða sem engan óraði fyrir frá umheiminum. Kjartan G er búinn að vera að kaupa upp allt á Rauðasandi. Staðurinn hentar vel sem fangabúðir, ekki ósvipað og Breiðavík var hér áður fyrr. Það er einn erfiður vegur sem liggur niður á Rauðasand og er í raun nóg að setja vörð og gott hlið á veginn og þá er komið þarna risafangelsi af náttúrunnar hendi. Það eina sem að skyggir á málið er að staðurinn er allt of fínn fyrir þetta fólk.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband